Réttur


Réttur - 01.06.1943, Síða 30

Réttur - 01.06.1943, Síða 30
106 RÉTTUR tálsýnir veltiáranna, en staðfesti það, seni Alþjóðasamband komm- únista hafði sagt fyrir um framvindu heimsins. Næstu ár á eftir urðu mikið reynsluskeið Alþjóðasambandsins. Það varð bert, að kreppan með öllu því, sem henni fylgdi, hafði leyst úr læðingi öfl byltingarinnar og öfl afturhaldsins. Árin eftir 1930 urðu kapphlaup um það, hvort borgarastéttin mundi höggva af sér herfjötur kreppunnar, með fasisma og styrjöld, eða livort verkalýðurinn fengi afstýrt þessari tvíefldu hættu með því að taka forustuna í sínar hendur með lýðræðisöfl þjóðfélagsins að baki sér. Allir vita, hvernig þessu kapphlaupi lauk. Voldugasta verkalýðs- hreyfing Vesturevrópu var inoluð mélinu smærra af járnhnefa nazismans. Þessi dýrkeypta blóðuga reynsla olli mikilli stefnuhreyt- ingu í Alþjóðasambandi kommúnista. Á 7. þingi þess, 1935, var ákveðið að kommúnistaflokkarnir skyldu beita sér fyrir hinni víð- tækustu samfylkingu allra þeirra stétta og flokka, sem vildu ekki una einræði fasismans. Jafnframt fengu kommúnistaflokkarnir meira frjálsræði um innri mál sín, en áður hafði verið. Þrátt fyrir einlæga viðleitni kommúnistaflokkanna tókst ekki að skapa svo örugga samfylkingu með stéttum og ríkjum, að hægt væri að afstýra sigri fasismans í helztu ríkjum meginlandsins né styrjaldaráætlunum hans. En það er eitt af pólitískum hlutverkum þess frelsisstríðs, sem nú er háð gegn nazismanum, að skapa þá samfylkingu. Getur ákvörðunin um að leggja niður Alþjóðasamband komm- únista stuðlað að því, að samfylking þessi verði til? Því verður tvímælalaust að svara játandi. Brautin verður greiðari fyrir sam- vinnu og sameiningu hinnar tvískiptu verkalýðshreyfingar í hinum borgaralega heimi, er kommúnistaflokkarnir hafa slitið samhandi sínu. Og þegar sameining hinna pólitísku flokka verkalýðshreyfing- arinnar er orðin að veruleika í einstökum löndum, þá er fylling tímans komin til að stofna nýtt alþjóðasamband verkamanna, í því formi og með þeirri stefnuskrá, er hæfir kröfum tímans, með marg- þætta og dýrkeypta reynslu liðinna alþjóðasambanda að baki sér. Alþjóðasamband kommúnista hefur markað sögu verkalýðshreyf- ingrinnar dýpri sporuin en nokkur önnur samtök verkamanna á

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.