Réttur


Réttur - 01.06.1943, Page 35

Réttur - 01.06.1943, Page 35
Franz Mehring: MARX OG ENGELS Snillingurinn og þjóðfélagið Þó segja megi, að Marx hafi eignazt nýtt heimili í Englandi, skyldi varazt að leggja of víðtæka merkingu í orðið heimili. Á enskri jörð varð hann aldrei fyrir áreitni vegna byltingaáróðurs síns, enda beindist hann ekki fyrst og fremst gegn enska ríkinu. Stjórn hins „ágjarna, öfundsjúka verzlunarlýðs“ hafði ríkari sjálfs- virðingu og sjálfsvitund en þær ríkisstjórnir meginlandsins, sem af óttasjúkri samvizku elta andstæðinga sína með lögregluspjótum og kylfum, eins þó andstæðingarnir hasli sér hvergi völl nema á sviði rökræðna og áróðurs. En í öðrum og dýpra skilningi eignaðist Marx aldrei heimili frá því hann hafði skoðað skyggnum sjónum hjörtu og nýru borgara- þjóðfélagsins. Orlög snillingsins í þessu þjóðfélagi er mikið efni, og um það hefur margt verið sagt, allt frá hinni frómu einfeldni broddborgarans, sem heldur að snillingur hljóti ætíð að sigra að lokum, til hinna dapurlegu orða Fásts: Þá fáu, er kunnu þessa miklu mennt, og munarauð sinn kunnu lítt að dylja og vildu þekking skrílinn láta skilja á krossi menn þá kvalið lmfa og brennt. Söguskoðunin, sem Marx mótaði, gefur sannari skilning á þessu máli sem öðrum. Það er í fyllsta samræmi við eðli broddborgar- ans, að spá hverjum snilling sigri, en komi það fyrir, að snilling- ur sé hvorki brenndur né krossfestur, er það vegna þess eins, að liann hefur látið sér nægja að verða broddborgari. Goethe og Hegel hefðu aldrei orðið viðurkennd mikilmenni borgaraþjóðfélagsins, ef þeir hefðu ekki borið virðulega fléttu á baki. Hvað sem annars niá segja lofsamlegt um þjóðfélag borgarans,

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.