Réttur - 01.06.1943, Side 39
RÉTTUR
115
alltaf lét kveða við að hann gæti lifað eins og sælkeri í útlegðinni,
hafði í fyrstu ekki meiri tekjur af verzlunarstarfi sínu.
Hér er auðvitað ekki um það að ræða hvort þau ritlaun, er Marx
fékk frá þessu Bandaríkjablaði, fara nálægt því að samsvara bók-
inennta- og vísindagildi greinanna. Auðvaldsblað reiknar ekki með
öðru en markaðsverði, og í borgaraþj óðfélagi er ekki við öðru að
búast. Marx ætlaðist heldur ekki til annars; en það sem honum bar
með fullum rétti, einnig í borgaraþjóðfélagi, var það að hinn
gerði samningur væri haldinn, og ef til vill nokkUr virðing fyrir
starfi hans. En þar brást New York Tribune og útgefandi blaðsins
án minnstu blygðunar. Dana var að vísu Fourieristi að skoðun,
en í verki forhertur Yankee; sósíalismi lians er ekki annað en ves-
æll loddaraskapur smáborgarans, sagði Engels eitt sinn í reiði.
Þó Dana væri það vel ljóst, hvers virði honum var slíkur sam-
starfsmaður sem Marx, notaði stöðugt nafn hans í auglýsingaskyni,
birti meir að segja hvað eftir annað bréf frá Marx sem frumsamd-
ar ritstjórnargreinar og vakti með því réttláta reiði höfundarins,
hikaði hann ekki við að beita Marx hverju því bragði, sem arð-
ræningi í auðvaldsþjóðfélagi telur sér fært að beita hjú sitt.
Það var ekki nóg með að hann setti Marx á hálf laun, jafnskjótt
og þrengdi að fyrirtækinu og borgaði ekki aðrar greinar en þær,
sem hann birti, heldur var hann ófeiminn að stinga undir stól öllu
því, sem honum var ekki að skapi. Fyrir kom að greinar Marx
fóru í pappírskörfuna þrjár — já, allt að sex vikum samfleytt. —
Nokkrum þýzkum blöðum, t. d. Wiener Presse, sem birtu greinar
eftir Marx öðru hverju, fórst ekki betur. Hann gat með réttu sagt,
að blaðamennskan varð honum arðminni en hverjum ótíndum
blaðasnáp.
Þegar árið 1853 þráði hann nokkurra mánaða næði til vísinda-
starfa. „Mér lízt ekki á að úr því geti orðið. Mér leiðast þessi eil-
ífu blaðaskrif. Þau eru tímafrek, sundra, og eru þó raunar ekki
neitt. Hvað sem öllu sjálfstæði líður er maður samt bundinn blað-
inu og lesendahóp þess, einkum ef maður vinnur fyrir ákvæðisborg-
un eins og ég. Eiginleg vísindastörf eru allt annað.“ En Marx notar
allt aðra tóntegund, er hann hafði unnið nokkur ár undir hinum