Réttur


Réttur - 01.06.1943, Síða 48

Réttur - 01.06.1943, Síða 48
124 KÉTTUR að „alltaf annar okkar þekki lungu, sögu, bókmenntir og þjóðfé- lagshætti þeirra þjóða, er manni hlýtur að lenda saman við, þegar í næstu byltingu.“ Er Austurlandamálin komust á dagskrá, fór liann að stunda Asíumál; arabiskuna, með hinum 4000 rótum, leizt hon- um ekki á, en „persneska er hreinasti barnaleikur,“ og hana lærði liann á þremur vikum. Svo komu germönsku málin: „Eg er sem stendur á kafi í LJIfilas, það dugar ekki annað en láta til skarar skríða með bölvaða gotneskuna, ég hef aldrei sýnt henni neinn sóma. Mér til furðu kemst ég að raun um, að ég kann meira í henni, en ég liélt, ef ég fæ enn eitt hjálparrit, ætti ég að hafa lokið alveg við hana eftir hálfan mánuð. Þá legg ég í fornnorrænu og fornsaxnesku, en í þeim kann ég heldur ekki nema graut. Hingað til hef ég lesið án þess að hafa orðabók eða nein stuðningsrit, bara gotneskan texta og Grimm, það er svei mér góður karl.“ Þegai Slésvík-Holsteinmálið varð efst á baugi á sjöunda tug aldarinnar, fór Engels að glugga í „frísneska, enska, józka og skandinavíska málfræði og fornfræði,“ þegar írlandsmálin blossuðu upp tók hann fyrir „dálítið af keltnesk-írsku“ o. s. frv. Honum kom vel mála- kunnáttan síðar, í aðalráði Alþjóðasambandsins; „Engels stamar á tuttugu tungum,“ var sagt um hann eitt sinn, er hann rak eitt- hvað í vörðurnar í hitaræðu. Uppnefnið „hershöfðinginn“ ávann Engels sér með hinu ákafa og rækilega námi í herfræðum. Einnig þar fór saman „gömul hneigð“ og bein þörf byltingarhreyfingarinnar. Engels reiknaði með hinni „stórkostlegu þýðingu sem la parlie militaire hefði í næstu byltingu.“ Reynslan af þeim liðsforingjum, er barizt liöfðu fólksins megin byltingarárin, var ekki sem bezt. „Þetta hermennsku- pakk,“ segir Engels, „er gegnsýrt af ótrúlega smásmyglislegri hóp- hugsun. Það hatast innbyrðis, öfundar hvað annað eins og skóla- strákar um hvern minnsta frama; en gegn þeim sem ekki eru her- menn er það alltaf einhuga.“ Engels ætlaði sér að nema það mikið, að hann gæti lagt orð í belg fræðilega án þess að þurfa að blygðast sín fyrir vanþekkingu. Ilann var varla setztur um kyrrt í Manchester fyrr en hann fór að „pæla í herfræðum“. Hann kynnti sér skipulagningu herja allt

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.