Réttur - 01.06.1943, Side 51
RÉTTUR
127
skal vera formaður nefndarinnar. Ákvarðanir nefndarinnar skulu
taka gildi, ef hún verður sammála, annars ekki.
Ekki eru lög þessi nein lausn á vandamálum dýrtíðarinnar, held-
ur aðeins tilraun til að leysa eitt viðkvæmasta og erfiðasta vanda-
málið. Þó er samþykkt þeirra ærið mikilsverð fyrir alþýðu manna
í sveit og við sjó, þegar litið er á það, sem á undan er gengið.
Frumvarp stjórnarinnar var illskeytt árás á hinnar vinnandi stéttir.
Þeirri árás var hrundið, og það var gert betur. Fríðindi náðust
til handa almenningi með framlaginu til alþýðutrygginga og von-
andi mun árangur þess sjást betur, þegar Alþingi hefur fjallað
um tillögur nefndar þeirrar, er vinnur að endurskoðun alþýðu-
trygginganna. Hitt er ekki minna um vert, að Alþingi gerir tilraun
til að framkvæma þá stefnu, sem Sósíalistaflokkurinn hefur barizt
fyrir og hlotið hefur stuðning almennings til sjávar og sveita, að
komið sé fastri skipun á verð Iandbúnaðarafurða með frjálsu sam-
komulagi aðila, þannig að ákveðið verði fast grunnverð, er breyt-
ist samkvæmt sérstakri vísitölu. Væri það mikill ávinningur, ef
samkomulag næðist í nefndinni og mundi það mjög greiða fyrir
samvinnu verkamanna og bænda. En það er báðum stéttunum hin
mesta nauðsyn að sú samvinna takizt.
SKATTAMÁLIN
Afturhaldið í Framsóknarflokknum undi illa þessum úrslitum.
Ileyndu þeir að blanda skattamálunu'm inn í frumvarpið til þess að
fá aðstöðu til þess að verzla við Sjálfstæðisflokkinn í því skyni að
eyðileggja þann árangur, sem náðst hafði með samkomulagi í
nefndum. En Sósíalistaflokkurinn sá við þessu. Allan veturinn hafði
flokkurinn reynt að fá Framsóknarmenn og Alþýðuflokkinn til þess
að flytja með sér sameiginleg frumvörp um aukna skatta á stríðs-
gróða. Leið svo fram að þinglokum, að það tókst ekki. Nú skor-
uðu þingmenn sósíalista opinberlega á Framsóknarmenn að flytja
með sér þessi mál sérstaklega og hraða þeim gegnum þingið. Áttu
þeir nú erfitt um vik að skorast undan. Lagt var fram frumvarp
um skatt á eignaauka, sem flokkarnir þrír stóðu að. Samkvæmt
L