Réttur - 01.06.1943, Síða 53
RÉTTUR
129
Nú hefur það verið gert. Fulltrúar Alþýðusambandsins fóru til
Akureyrar og gerðu tilraunir til að sameina félögin með samkomu-
lagi. En þeir Erlingur höfnuðu öllum sáttaboðum. Var þá stofnað
nýtt félag og gengu þegar í það allir félagar Verkamannafélags
Akureyrar, sem var lagt niður, þorri verkamanna úr Erlingsfélag-
inu og fjöldi óflokksbundinna verkamanna. Hið nýja félag hefur
nú samið við atvinnurekendur og náði góðum samningum og hafa
félagar þess forgangsrétt til vinnu. Félagi Erlings var vikið úr Al-
þýðusambandinu og er það nú úr sögunni sem verkalýðsfélag.
Þar með hefur tekizt að sameina verkalýðsfélögin um allt land
og hafa þau að heita má öll bundizt samtökum í Alþýðusamband-
inu. Orfáar undantekningar eru þó, og meðal þeirra iðnfélög i
Reykjavík. Er þess að vænta, að innan skamms verði öll þessi félög
undantekningarlaust sameinuð í heildarsamtökum verkalýðsins.
Skipulagsleg eining og styrkleiki samtakanna er nú miklu meiri
en nokkru sinni fyrr.
KAUPLÆKKUNARTILRAUNIR ATVINNUMÁLARÁÐHERRA
Þau tíðindi gerðust rétt áður en síldarvertíð skyldi hefjast, að
Vilhjálmur Þór alvinnumálaráðherra neitaði að viðurkenna sam-
þykkt stjórnar Síldarverksmiðja ríkisins um verð fyrir bræðslu-
síld í sumar og tók sér sjálfdæmi til þess að ákveða lægra verð
fyrir síldina. Aðeins fáir bátar gáfu sig fram fyrir þetta verð,
enda buðu einkaverksmiðjurnar saina verð og stjórn ríkisverk-
smiðjanna hafði gert tillögu um. Mótmælin drifu að hvaðanæfa,
frá félögum útgerðarmanna og sjómanna og frá Alþýðusamband-
inu. Stjórn ríkisverksmiðjanna sneri sér nú til þingflokkanna. Þrír
þeirra, Sósíalistaflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokk-
urinn, lýstu sig eindregið andvíga þessu tiltæki atvinnumálaráð-
herra. Sá hann þá sitt óvænna, lét undan og viðurkenndi tillögu
ríkisverksmiðj ustj órnarinnar.
Vilhjálmur hafði samið um verðið á síldarafurðunum upp á sitt
eindæmi, án þess svo mikið sem gefa stjórn Síldarverksmiðja rík-
isins eða nokkrum fulltrúa þeirra manna sem þenna atvinnuveg