Réttur - 01.06.1943, Page 57
RÉTTUR
133
Þess vegna varð 22. júní ekki aðeins örlagastund Hitlers. Á
þeim degi var brotið blað í sögu aldar vorrar. Á þeim degi var
lagður grundvöllur að varanlegri samvinnu Sovétríkjanna og hinna
engilsaxnesku þjóða og allra annarra þjóða og kynþátta, sem eiga
í höggi við fasismann. Ég sagði varanlegri samvinnu, því að öll-
um má vera það ljóst, að þá er til einskis barizt, ef vinslit verða
með þessum þjóðum, þegar Hitler og hyski hans hefur verið flæmt
af jörðunni. Allir hugsandi menn frelsisunnandi þjóða hafa þegar
hafizt handa um að tryggja og treysta þessa samvinnu á dögum
friðarins og hinnar nýju heimsskipunar. Það er skilyrði þess, að
samvinna styrjaldaráranna verði framkvæmd án undirhyggju og
grályndis af hálfu allra aðila. Það er tryggingin gegn því, að
glappaskot síðasta aldarfjórðungs verði gerð á nýjan leik.
Ég býst við að á engan sé hallað, þótt sagt sé, að fá söguleg
fyrirbrigði hafi verið misskilin eins hrapallega og Sovétríkin. Það
mun einhverntíma verða viðfangsefni fyrir sagnfræðinga að pæla
í gegnum þann hluta bókmennta aldar vorrar, sem íjalla um Sovét-
ríkin og firina má í blöðum, hókum, bæklingum og tímaritum síð-
ustu 25 ára. Um þessar bókmenntir eiga við orð Goethes: Berg-
málin eru rnörg, en raddirnar jáar. En eftir 22. júní 1941 hefur
þeim röddum fjölgað, sem túlkað hafa Sovétríkin, stofnanir þess
og stefnu, af skilningi og samúð. í þessu efni sem öðrum er skiln-
ingurinn upphaf fyrirgefningarinnar. En svo var því varið um ná-
lega aldarfjórðungsskeið, að menn gátu ekki fyrirgefið Sovétríkj-
unum það, að vera til. Tilvera þeirra var nánast talin söguleg kór-
villa og þaðan af verra. Og í rauninni var þetta að sumu leyti skilj-
anlegt. Menn eiga jafnan hágt með að átta sig á nýlundum lífsins,
og allur ferill Sovétríkjanna var með mjög öðrum hætti, en menn
höfðu átt að venjast. Þar gat á að líta víðlendasta ríki jarðarinnar,
en jafnframt hið fátækasta að þeim menningarverðmætum, sem
prýðir líf Vesturálfumanna, rísa upp og leitast við að skapa það á
örfáum árum, sem tekið hafði aðrar þjóðir kynslóðir. Menn
kunnu ekki við þetta fyrirtæki, því síður kunnu menn við þær að-
ferðir, sem beitt var í framkvæmdunum. Mönnum blöskraði, hve