Réttur - 01.06.1943, Blaðsíða 60
136
RÉTTUR
særðra hermanna, barna og kvenna í þeim hluta álfu vorrar, sem
harðast hefur orðið úti í stórhryðjum þessarar styrjaldar.
Það hefur verið reynt að draga dár að þessar: söfnun til handa
Rauða krossi Sovétríkjanna. Sumum mönnum finnst það blátt áfram
hlægilegt, að kotþjóð úthafsins skuli ætla að hjarga stórveldi sem
Rússlandi. Það hefur verið reiknað út upp á brot úr eyri, hve
miklu þessi söfnun muni nema á nef hvert í Sovétríkjunum. Þetta
er náttúrlega ákaflega broslegt — ég skal játa það. En þótt ég sé
ekki biblíusinnaður, þá hefur mér alltaf þótt falleg sagan um eins-
eyring ekkjunnar og guðskistuna og hún hefur aldrei orðið mér
ldátursefni. Það hefur auðvitað ekki verið ætlun þeirra manna,
sem standa að þessari söfnun, að bjarga Rússlandi, en verið gæti,
að söfnunin gæti bjargað lífi nokkurra góðra drengja, sem vörðu
æðrulaust auslurvígstöðvarnar á meðan reikningsfróður Islending-
ur sat í heitri stofu og leysti deilingardæmi.
ORÐSENDINGAR
Móttökurnar, sem fyrsta heftið af þessum árgangi Réttar fékk, styrktu mig
í trúnni á vinsældir tímaritsins og vottuSu, aS Réttur á víSa um land einlæga
vini. Bréfin frá lesendum eru ekki fleiri en þaS, aS ég svara þeim persónu-
lega. En þeim og öSrum, sem sýnt liafa ritinu ldýjan hug á einn og annan
hátt, vil ég einnig hér þakka tryggSina.
fíetur má—! ÞaS var talsverS áræSni, aS láta verSiS' haldast 10 kr., en ég
treysti því enn aS vinir Réttar láti hann njóta þess og komast sæmilega skaS-
lausan frá árinu. Til þess er aSeins sú eina leiS aS auka stórum áskrijendatól-
una. ÞaS er gamalt útgefendahragS, aS hiSja áskrifendur hvern um sig a'S út-
vega einn nýjan kaupanda. En þaS getur riSiS á lífi Réttar, aS nógu margir
vinir hans taki sig til strax á þessu ári og útvegi einn eSa fleiri áskrifendur.
ÞaS er óhætt aS fullyrSa, aS ekki er hægt a'S vinna íslenzkri alþýSuhreyfingu
þarfara verk en stuSIa t. d. að því, að grein Einars Olgeirssonar í þessu hefti
Réttar komist sem allra víðast.
Ritsjá og Neistar verða í 3. heftinu, sem kemur út í haust, og væntanlega í
hverju hefti framvegis. S. G.