Réttur


Réttur - 01.06.1943, Side 61

Réttur - 01.06.1943, Side 61
AVARGOLB SAGA EFTIR ANDRÉ MALRAUX Framhald. Hann stóð enn á miðju gólfi, með olnbogana þétt að síðum, og beið eftir næsta veini. Steinhljóð. Og samt, vegna þess að klefinn, sem stormsveitarmennirnir voru í, var nær en sá fyrri, þóttist hann heyra dauf högghljóð. . . . Hann beið enn eftir öskri, er hann heyrði hálfkæft vein, er skar sig úr milli tveggja málmhljóða, dyr voru opnaðar og þeim lokað. Fótatakið enn — og nú skammt frá. Kassner gekk að klefadyr- unurn, sem opnuðust í sama mund og hann kom að þeim. Fjórir stormsveitarmenn komu inn, tveir urðu eftir á ganginum. Þeir settu undir sig hausinn í vígalegum árásarstellingum; eina ljósið, sem bar á þá var frá lukt, senr einn þeirra hafði sett á gólfið. Þetta voru ekki leikendur í harmleiknum, sem hann hafði hugs- að sér. Stellingar þeirra, handleggir út frá öxlum, hognir unr oln- boga eins og á aflraunamönnum eða öpum, gerðu þá að skrípa- myndum af grinnnd. Skelfingin hvarf honum. Það hafði verið frum- stæð skelfing, ótti við þjáningu samfara hræðslu við hið ókunna, og ef til vill hafði hann einna helzt búizt við sadistanum, drykkju- rútnum, vitfirringnum. Þessir menn voru ódrukknir. Hvað urn sadismann? En nú þegar þeir voru kornnir vék skelfingin fyrir kjarki og einbeittni. Þeir athuguðu haim og hlutu að sjá hann betur en hann þá, — líkamslögun þeirra óskýr, birtan aðeins um liöku þeirra og kjálka, neðanfrá; yfirskyggðir svörtum skuggum er æddu upp um loftið líkt og risavaxnar köngulær. í annað sinn fannst honum sér vera þrýst djúpt inn í jarðhol og öllum fangelsisklettinum hlaðið yfir það. Ljósið skall einnig á vöngum hans, neðan frá, svo hann kenndi til; nei, hann hafði bitið saman tönnunum af öllum kröft-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.