Réttur


Réttur - 01.06.1943, Qupperneq 64

Réttur - 01.06.1943, Qupperneq 64
140 RÉTTUR verið sannfærður um að hún væri dáin. Hefði dáið meðan hann var hér í búri eins og dýr. Hann sá fyrir sér andlit hennar sem óljóst minnti á múlatta, áhyggjulaust eins og andlit látinna eru, — þrýstnu varirnar örlítið aðskildar, bylgjað hárið ógreitt, augna- lokin sigin yfir stóru augun, sem höfðu fölbláan litblæ líkt og Síamsköttur, þjáning og gleði þorrin úr svip hennar, hún sjálf leyst úr líftengslum. Hann fann, að þótt hann sigraði, hlyti hann að koma úr fangelsinu örkumlaður ævilangt; hann myndi bera þennan einmana dauða líkt og ör. Og þetta nægði til að sýna hon- um afl næturinnar, sem umlukti hann, mátt óvina hans, er niegn- uðu að hrekja hann út úr samfélagi manna eins og hann væri brjál- aður eða látinn.. Fótatak varðarins fjarlægðist, það bergmálaði holt í göngun- um, eintóna líkt og öll dauðahljóð. Ef ég get gengið tíu sinnum í hring í klefanum áður en hinn vörðurinn kemur (þeir komu ávallt hver á eftir öðrum með stuttu millibili) er hún enn á lífi. Hann tók að ganga í hring í klefanum. Tveir. Þrír. Hann rak sig á vegginn, hafði ekki ætlað sér af. Fjórir. Ég má ekki ganga svona hratt. Verð að halda sama ganghraða. Iiann vissi að hann var far- inn að hlaupa við fót, þrátt fyrir sára fótinn. Sex. Fótatak varðar- ins. Sjö. Atta. Hann var farinn að hlaupa eins litla hringi og hægt var, snerist næstum um sjálfan sig í sömu sporum. Vörðurinn gekk framhjá. Níu. Hann henti sér niður á gólfið. Það var bannað að liggja í klef- anum. „Ef ég get talið upp í hundrað áður en þeir koma aftur þýðir það, að hún sé á lífi.“ Einn, tveir, þrír. . . . Þögn. Hann lokaði augunum og tölurnar ruddust hver um aðra, eins og fyrir aftöku. Sextíu, áttatíu, níutíu og átta, hundrað: Lifandi! Hann sá fyrir sér augu Ónnu, opin, og hann lauk upp augunum. Meðan hann taldi hafði hann ósjálfrátt fært saman fæturna og krosslagt hendur á brjósti, legið eins og lík.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.