Réttur


Réttur - 01.06.1943, Síða 67

Réttur - 01.06.1943, Síða 67
RÉTTUR 143 ski er dauðinn líkur þessari tónlist; hver veit nema hér eða í varð- stofunni eða í myrkrastofu, rétt þegar ætti að fara að lífláta hann, fengi hann að sjá yfir alla ævi sína á þennan hátt, beizkjulaust, án haturs og alls ills; það væri allt hulið í hátíðleik og alvöru, líkt og líkami hans nú var hulinn myrkri, líkt og minningaslitrin voru umvafin göfugum samhljómum. Handan við klefann, handan við tímann, var heimur er hófst í sigurhrósi ofar öllu, einnig þjáningu, bjartur heimur, þveginn hreinn af frumstæðum kenndum, og þar streymdi fram allt það, sem myndað hafði ævi hans, með hinni óþrotlegu hreyfingu alheims í eilífðinni. Með sömu tilfinningu og er hann hafði dreymt að hann svifi þöndum vængjum, fann hann líkama sinn tvinnast hægt og hægt hinum takmarkalausu örlögum stjarnheimsins, verund hans öll heilluð af herskörum næturinnar á þeysiferð um þögnina í átt til eilífðar. Hann sá í sýn hinn dökka himinn Mongólíu breiða nátttjöld sín yfir tatarísku úlfaldarekana, er þeir féllu fram á ásjónu sína í ryki Gobimerkurinnar, við angan frá þurrkaðri jasmínu; niðurinn af sönglandi bænum þeirra sírof- inn af næturstefinu: — Og ef þessi nótt shyldi vera örlaganótt, megi hún jarsœl líða þar til dagur rís.... Hann staulaðist á fætur. Meðan hann lá grafkyrr, höfðu limir hans og hold virzt leysast upp í myrkrinu, sáru blettirnir sögðu fyrst til sín, líkt og kvistir í viði, er hann hreyfði sig. Við fyrsta skrefið fann hann aftur logsárt til samhengis likama síns, beina og bólginna liðamóta, höfuðsins, sem virtist stærra en venjulega í inyrkrinu. En samt bundu tónarnir í sér annað og meira en tak- markalausa upplausn, er lætur mann sökkva gegnum fegurð og heiðríkju niður í ríki vesællar huggunar; nú heyrði hann líka lúðurhljóm, sem bergmálaði og endurbergmálaði til eilífðar. 1 þessum uppreisnardal hins efsta dags virtist hann tengja saman allar raddir þeirra neðanj arðarheima, þar sem tónlistin leggur hend- ur að höfði mannsins og lyftir honum til mannlegs samfélags. Það var heróp þeirra, sem einmitt á þessari stundu voru að mála rauða merkið og hoð um hefnd á hús hinna myrtu félaga sinna; þeirra, sem voru að setja nöfn pyndaðra vinnufélaga upp á götu- horn í stað götunafnanna. — Eða mannanna í Essen, sem voru

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.