Réttur


Réttur - 01.06.1943, Side 69

Réttur - 01.06.1943, Side 69
RÉTTUR 145 buft einmitt í tóntegund hamingjunnar, og skildu hann eftir skip- reika á ströndinni. Engin mennsk vera gæti vanizt þessu bjargi, það yrði að vera skepna sneydd skynjun tímans. Tíminn — eins og svartur dording- ull sveiflaðist hann fram og aftur í klefa hvers fanga, eins ægilegur og töfrandi og fyrir hina dauðadæmdu félaga þeirra. Líðandi stund lá ekki eins þungt á Kassner og kvíðvænleg framtíðin, sem varð enn ægilegri en kuldinn, myrkrið og fargið af fangelsisklettinum, vegna hins algjöra varnarleysis og innilokunar. Eitthvað í honurn reyndi að laga sig eftir umhverfinu, en eina hugsanlega aðlögun- arástandið var fásinnisdvali, rofinn af löngum tónhendingum, er reikuðu um klefann eins og frávillingar. Það voru hendingar úr fornum kirkjusöng, tónarnir lengdir svo að þeir virtust engan endi ætla að taka; með svefngengisafli augnabliksins er hann afréð að hætta á fangelsun særðu þessir tónar stöðugt fram atvikið í forn- sölunni með liinum rússnesku ruslmunum, dýrlingamyndum, presta- kjólum, höklum, talnaböndum og krossum, er leystust loks upp svo ekkert varð eflir. Baráttan gegn fásinnisdvalanum og seinfærum klukkustundunum hélt látlaust áfram, en gekk hægar og hægar, svo Kassner hlaut að eiga í þessu til eilífðar, með mynd þessara sömu kirkjumuna dýpst í vitund sinni, eins og í lest sokkinnar galeiðu; háttur lífsins yrði hægari og hægari, þendist út líkt og hringir á vatnsfleti þar til allt þurrkaðist út í þögn hins algjöra hugsunar- leysis. Einhver harði. Var það á klefahurðina? Ilann hafði verið að híða eftir þessari komu. Aftur var drepið á dyrnar. Hver er þar? spurði hann. Lágar raddir utan við hurðina svöruðu í eðlilegum tón: „Það erum við.“ í þelta sinn komu þeir ekki með hnefana á lofti, heldur eins og hæglát sendinefnd frá kvölunum, röddin þrungin dauða. En bankið hélt áfram: fimm högg, tvö í viðbót; hvert högg flutti Kassner aflur til þess sem eftir var af vitund i myrkri klefans; það var fangi sem bankaði.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.