Réttur


Réttur - 01.01.1946, Side 4

Réttur - 01.01.1946, Side 4
4 RÉTTUR þjóðfélaginu, þroska hæfileika sína og hagnýta þá sjálfum sér og þjóðfélaginu til hagsældar. Lýðræði er jafnrétti allra einstaklinga þjóðfélagsins til þess að geta, hvað hin ytri skil- yrði snertir, haft áhrif í þjóðfélaginu með skoðunum sínum og fyrir skoðanir sínar, jafnrétti allra, hvað snertir atkvæða- greiðslur, blaðaútgáfu, fundahöld o. s. frv., jafnrétti til hag- nýtingar frelsis síns. Þetta jafnrétti er þverbrotið, ef t. d. ein- um blaðakóng er gelin aðstaða til þess að móta skoðanir milljóna í krafti valds síns yfir blöðum, prentsmiðjum, út- gáfubáknum, auglýsingum o. s. frv, en aðrir borgarar þjóð- félagsins hal'a samtímis svo að segja enga fjárhagslega og tæknilega aðstöðu til þess að koma skoðunum sínum út til almennings. Þetta jafnrétti mannanna hefur frá upphafi verið skoðað sem einn hyrningarsteinn lýðræðisins. Og þetta jafnrétti éyðileggst að Iieita má gersamlega, ef einstakir höfðingjar geta einokað undir sig í krafti auðs eða lagaboðs meginið af áhrifatækjum þjóðfélagsins. Sama gildir um jafnrétti manna til að „leita hamingjunnar“. Það eyðileggst svipað og frelsi fjöldans, ef einstakir menn geta sölsað undir sig meg- inið af eignum eða atvinnutækjum þjóðfélagsins og gert þannig fjöldann háðan sér h'kt og aðalsmenn miðaldanna gerðu ánauðuga bændur háða sér með því að drottna yfir jörðunum, sem þeir unnu á, eða þrælaeigendur fornaldar- innar gerðu þrælana sér undirgefna með því að drottna yfir líkömum þeirra. Jafnrétti, það þýðir m. a. jafna efnahags- lega aðstöðu mannanna til atvinnu, menntunar og frama í þjóðfélaginu, þannig að það sé einvörðungu mannkostir þeirra sjálfra og hæfni, sem ræður, en ekki auður eða völd aðstandenda eða þeirra sjálfra. Slíkt jafnrétti er þverbrotið í þjóðfélögum, þar sem nokkrir auðhringar eða einstakir menn, sem hafa einokunaraðstöðu í atvinnulífinu, fá að drottna yfir fjöldanum og halda þorra þegnanna niðri í krafti valds síns. Jafnréttishugsjón lýðræðisins er líka þver- brotin, þegar t. d. kvenfólkið eða negrar eða einstakir þjóð-

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.