Réttur


Réttur - 01.01.1946, Síða 6

Réttur - 01.01.1946, Síða 6
6 RÉTTUR frv. En með því að afnema þannig fámenna sérréttinda- og valdastétt, sem drottnaði í stjórnmála- og atvinnulífinu, þá væri viðkomandi þjóð raunverulega að koma því svo fyrir, að einungis væri ein stétt í þjóðfélaginu, ein vinnandi stétt, er vegna verkaskiptingar greindist í verkamenn, bændur, menntamenn o. s. frv. en í pólitískum og þjóðfélagslegum skilningi væri ein stétt eða lýður (,,demos“) í hinni gömlu grísku merkingu orðsins. Hins vegar yrði yfirstétt, þ. e. a. s. stétt, sem hefur vald yfir jörðum og atvinnutækjum þjóðar- innar, og þar með vald yfir einstaklingum hennar, ekki leng- ur til. Þegar þannig væri komið, væri bræðralagshugsjón lýðræðisins framkvæmd. Þegar tryggt er, að enginn maður kúgar annan í krafti valds yfir honum, þá verður þess líka skanrmt að bíða, að það, sem ég taldi frumskilyrði lýðræðis- ins, eins og við þekkjum það og munum þekkja það á næst- unni: vald lýðsins, hverfi af sjálfu sér, því að valdið nrun þá ekki lengur verða sá eðlilegi grundvöllur þjóðfélagsins, sem Jrað hefur verið undangengnar aldir, meðan þjóðfélagsleg stéttaskipting hefur ríkt. Því að lýðræðið lrefur verið sér- stakt form ríkisvalds, sérstakt yfirráðaform, er var og er enn, þar sem það er óspillt, frábrugðið þeinr yfirráðaformum, sem t. d. saga Evrópu greinir frá fyrir 1789 að því leyti, að það er form fyrir yfirráð fjöldans, í mótsetningu við vald liöfðingja eða yfirráð einstaks manns. Nauðsynlegt er að gera sér grein fyrir þessu, er menn tala um lýðræði. Lýðræði er ekki innantómt orð eða dauður laga- bókstafur. Það er málstaður, sem barizt er fyrir og fórnað l’yrir, — hugsjón og veruleiki, sem menn hafa lifað fyrir og dáið fyrir síðustu aldirnar. Þannig var lýðræðið fyrir hug- skotssjónum Jjeirra, sem börðust fyrir Jrví fyrr á öldum og ruddu því braut þrátt fyrir ofsóknir, útlegð og bönn, — brautryðjenda ensku, frönsku, amerísku og rússnesku bylt- inganna, og þannig var það í augum þeirra, sem börðust fyrir því gegn ægilegustu harðstjórn og grimmd, sem þekkzt hefur í heiminum, einræði þýzku auðdrottnanna og nazist-

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.