Réttur - 01.01.1946, Síða 7
RÉTTUR
7
anna á síðasta áratug. Og vér megum aldrei láta hversdags-
legan vana, hina daglegu reynslu vora af lýðræðislegum lífs-
formum eða galla og rnistök ýmislegs lýðræðislegs skipulags
svipta lýðræðið þeim hugsjónabúningi í augum vorum, sem
það sögulega séð á heimtingu á að vera skrýtt.
Sóknin til lýðræðis
„Og munið, að ekki var urðin sú greið
til áfangans, þar sem við stöndum,
því mörgum á förinni fóturinn sveið,
er frumherjar mannkynsins ruddu þá leið
af alheimsins öldum og löndum."
Þorst. Erl. „Braulin".
Vér íslendingar höfum sem aðrar þjóðir kynnzt lýðræð-
inu sem hugsjón og stríðandi stefnu, — og aðeins sem slíku,
sem striðandi lýðræði, ekki sem „sigrandi lýðræði", ef nota
má hin gömlu kirkjulegu lnigtök. Því að lýðræðið hefur
hvergi unnið sinn lokasigur ennþá, hvergi verið fullkom-
lega framkvæmt í samræmi við þá hugsjón þess, sem ég hef
nú greint. Ýmist eru í lýðræðislöndutn lieims mismunandi
tegundir hins stríðandi lýðræðis eða lýðræðisform, sem skap-
azt hefur í sókn fólksins á sínum tíma, en stirðnað og spillzt,
þannig að það hefur að vísu á sér yfirskyn lýðréttindanna,
en valdhafar Jress afneita þeirra krafti, ef lýðurinn tekur þau
alvarlega. (Því er eins farið um lýðræðið og Goethe lætur
Faust segja um frelsið og lífið, að „aðeins sá verðskuldar
það, sem daglega verður að berjast fyrir því.“ Samanburður-
inn t. d. á baráttu Abrahams Lincolns fyrir frelsi negranna
og svo misréttið og ofsóknirnar, sem negrar Bandaríkjanna
búa við nú, eru góð dæmi um muninn á lýðræði: lifandi og
stríðandi eða stirðnuðu og kölkuðu. Táknrænn um þetta
sama er sá atburður er gerðist í Bandaríkjunum eftir stríðið
1914—18, er ræðumaður var tekinn fastur fyrir að lesa upp
úr frelsisskrá Bandaríkjanna frá 4. júlí 1776 og talinn vera
að boða bolsjevisma. — En innan stirðnaðra lýðræðisforma