Réttur


Réttur - 01.01.1946, Page 8

Réttur - 01.01.1946, Page 8
8 RÉTTUR heldur auðvitað áfram sóknin fram til meira lýðræðis, að- eins venjulega í andstöðu við hina raunverulegu valdhafa, sem þó játa lýðræðinu í orði.) Hið stríðandi lýðræði hefur eðlilega verið sú mynd lýð- valdsins, sem vér fyrst og fremst kynntumst, því að vér ís- lendingar höfum síðustu aldirnar verið að sækja fram til lýðræðis og sífellt að vinna sigra á því sviði. — Alvarlegasta afturhvarfið, sem reynt hefur verið hér, var þjóðstjórnar- afturhvarfið 1939—42, þegar hafizt var handa um harðstjórn- araðgerðir gegn verkalýðslireyfingunni, — sem er hornsteinn lýðræðissamtaka hverrar þjóðar, — og harðvítugar aðgerðir — svo sem bönn á blöðum og flokkum alþýðu — voru heimt- aðar af fasistum allra þjóðstjórnarflokkanna og um tíma framkvæmdar af afturhaldssömu hervaldi. Vér höfum í þessari sókn verið.þátttakendur í baráttu, sem þorri þjóða hefur háð. Síðustu aldirnar hefur fólkið, fjöld- inn, verið að sækja fram til lýðræðis, verið að berjast fyrir því, verið að framkvæma meira og meira af því, verið að vinna nýja og nýja sigra á þeirri braut, samtímis því, sem það hefur varið sigurvinninga kynslóðarinnar, er á undan fór. Þessi sókn fjöldans til lýðræðis hefur sett mark sitt á 18., 19. og 20. öldina. Saga þessara alda er sagan af þessari stórhuga, djörfu og fórnfreku sókn fólksins, — sagan af sigr- um þess og ósigrum, — sagan af risaskrefum fram á við, er þjóðirnar drógu sjömílnaskó byltinganna á fætur sér undir forústu Cromwells eða Robespierre, George Washing- tons eða Leníns, — sagan af hægri og öruggri sókn á milli, — sagan af afturkippum og töpum, er afturhaldsöflin sam- einuðust gegn lýðræðinu, — sagan af því, hvernig „aftur er haldið af stað“, liversu erfitt sem útlitið er, „unz brautin er brotin til enda.“ Og því fer fjarri, að þessari sókn sé lok- ið enn. Borgarastéttin tók á sínu forystuskeiði þjóðfélagsþróunar- innar sinn mikla þátt í þessari sókn til lýðræðis. Hún setti fram kröfur um frelsi, jafnrétti og bræðralag, en þó framar

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.