Réttur


Réttur - 01.01.1946, Side 12

Réttur - 01.01.1946, Side 12
12 RÉTTUR Um forystu einstakra þjóöa á ýmsum skeiðum í hinni alþjóðlegu sókn til lýðræðis Rétt er að rifja það upp nú, þegar svo mikið er talað urn afstöðu verkamannastéttarinnar í heiminum til einstaks ríkjasambands, svo sem t. d. Ráðstjórnarríkjanna eða ein- staks ríkis annars, þar sem verkamannastéttin hefur sigrað, hvernig aðrar stéttir hafa fyrrum litið frá alþjóðlegu sjónar- miði á þau lönd og þær þjóðir, sem ruddu brautina í þessari sókn þjóðanna til síaukins lýðræðis. Eftir að ríkari hlutinn af borgarastéttinni Iiafði sigrað í Bretlandi í borgarastyrjöld við konung og aðal um miðbik 17. aldar, gerði þessi burgeisastétt bandalag við jarðeigna- aðalinn og kom á stjórnskipulagi, sem vel mætti kalla eins konar „frjálslynt" einræði aðals og auðmanna, en aðeins með hreinni misnotkun lýðræðishugtaksins væri liægt að skíra það mjög takmarkað yfirstéttar-,,lýðræði“. En þrátt fyrir þessa mjögsvo áberandi galla hins enska „lýðræðis“ á 18. öld, þá var almennt litið svo á, meðal borgarastéttanna, sem sóttu fram og háðu sína baráttu í öðrum löndum, Frakklandi, Þýzkalandi og víðar, að England og hið enska stjórnskipu- lag væri fyrirmyndin, hugsjónin, sem keppa bæri að. — Menntamenn borgarastéttarinnar frönsku á 18. öld vísuðu alltaf til Englands, töluðu með aðdáun um England og frelsi þess og lýðræði. Og hversu mun okkur ekki þykja það frelsi og lýðræði, sem þá var í Englandi, fram úr hófi lítilmótlegt mælt á vorrar tíðar mælikvarða. En þetta skipulag var þá framkvæmd hugsjónar, sem örvaði þúsundir til að fórna lífi sínu fyrir hana og þola hennar vegna dýflissur, bastillur og útlegð. Og eins og nærri má geta fengu þeir oft orð í eyra, menntamenn Frakklands á 18. öld, að þeir væru enskir agentar o. s. frv. Eftir frönsku byltinguna var öll Evrópa sett á annan end- ann með framkvæmd á borgaralegu lýðræði á franska vísu og annarri eins gerbyltingu og almennum kosningarétti,

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.