Réttur


Réttur - 01.01.1946, Page 21

Réttur - 01.01.1946, Page 21
RÉTTUR 21 kvæmilegar forsendur þess sigurs, sem lýðræði og þjóðfrelsi heimsins átti tilveru og þróunarmöguleika sína undir. Pólitískt form stjórnskipulags Ráðstjórnarríkjanna miðast þess vegna fyrst og fremst við þennan tilgang. Upphaflega var í stjórnskipulaginu mörkuð forysta og vald verkamanna- stéttarinnar, einnig gagnvart bændum, og það tryggt með sérréttindum verkamannastéttinni til handa svipað og borgarastéttin á sínum tíma t. d. fyrir aldamótin á íslandi áleit nauðsyn að tryggja sér kosningarétt framar öðrum þjóðfélagsþegnum. En smám saman var þó þessu breytt í almennara horf, þannig að bændum og öllum öðrum þegn- um þjóðfélagsins var tryggður jafn kosningaréttur og verka- mönnum. Þegar menn dæma um það form lýðræðis, sem verkamanna- og bændastétt Ráðstjórnarríkjanna hefur skap- að sér, verða menn alltaf að hafa það í huga, að það er stríð- andi lýðræði, hervætt lýðræði í þess orðs eiginlegu og raun- liæfu merkingu, sem þarna hefur verið allan þennan tíma og sett mark sitt á þjóðfélagið, sem þar skapast. En fyrir það, að þetta er vald verkamanna og bænda, virk sjálfstjórn fjöldans á framleiðslunni og þjóðlífinu öllu, samfara meira jafnrétti og bræðralagi en ella þekkist, er það víðtækara og raunhæfara lýðræði en það lýðræðisfyrirkomulag í ýmsum auðvaldslöndum, sem veitir á ýmsum sviðum almenn rétt- indi í orði, en sviptir svo fjöldann möguleikum til þess að hagnýta sér þessi réttindi nema að litlu leyti og með ógur- legum fórnum og gerir fólkið undirorpið allt að því þræla- haldsoki á sviði atvinnulífsins. Og þegar rætt er um þau svið, þar sem talið er, að meiri persónuleg réttindi séu veitt í auð- valdslöndum en t. d. í Ráðstjórnarríkjunum, svo sem um eignarétt á framleiðslutækjum, þá ber að minnast þess, að sá „réttur“ fyrir einn þýðir kúgun fyrir aðra. Eða hvað myndum vér í borgaralegum lýðræðisríkjum segja um að lögleiða aftur þau persónulegu réttindi að mega eiga þræla eða hafa bændur í ánauð? Vér myndum álíta það álíka firru og rússneskir verkamenn það að lögleiða „rétt“ eins manns

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.