Réttur


Réttur - 01.01.1946, Page 22

Réttur - 01.01.1946, Page 22
22 RÉTTUR til þess að mega eiga Dnéprostroj eða járnbrautir Ráðstjórn- arríkjanna. Og hvað stjórnmálaflokkana snertir, þá er einnig rétt að minnast þess, að í Ráðstjórnarríkjunum voru Jrað tveir flokk- ar, sem mynduðu stjórnina 7. nóv. 1917 og störfuðu saman fyrst framan af. Og Jrá voru fleiri flokkar leyfðir. Það er fyrst þegar þessir flokkar gera sig sem samtök seka um starf- semi, er varðar við lög landsins, landráðastarfsemi, gera sig t. d. seka um stuðning við innrásarheri og morðtilraunir og morð á forystumönnum þjóðarinnar, að jreir eru bannaðir. Og sama hefði orðið hlutskipti slíkra flokka í borgaralegum lýðræðislöndum, ef Jreir hefðu gert sig seka um það sama. Það, að aðeins er einn flokkur í Ráðstjórnarríkjunum, staf- ar af því sögulega fyrirbæri, að þeir aðrir flokkar, sem fyrir voru 1917, gerðust þannig allir saman sekir um brot, er varðaði lagalega tilveru Jjeirra, svo að Bolsjevíkaflokkurinn varð einn eftir. Það, að Bolsjevíkaflokkurinn er eini stjórn- málaflokkur Ráðstjórnarríkjanna, er því sérstakt sögulegt fyrirbrigði, bundið við þróunina í þeim ríkjum og er á eng- an hátt neitt fordæmi eða skapar neina reglu um það fyrir- komulag, sem yrði í öðrum löndum, Jtar sem verkamenn og bændur kæmu á sósíalisma, lýðræði, ekki aðeins í stjórnmála- heldur líka atvinnulífinu. Ekkert er líklegra en að saga 19. aldarinnar endurtaki sig að nokkru leyti, hvað snertir þróun sósíalistísks lýðræðis á 20. öldinni: henni svipi að því leyti til þróunar borgaralega lýðræðisins á 19. öld, að sigramir verði í framkvæmd með hinu ólíkasta móti. Nú þegar má sjá lýðræði verkamanna, bænda, menntamanna og milli- stétta framkvæmt í löndum eins og Póllandi, Tékkóslóvakíu, Búlgaríu og Júgóslavíu með því, að margir flokkar starfa saman gegn aðli og auðhringum, taka höndum saman til að uppræta gamla, spillta höfðingjavaklið í þessum löndum, en J)að var oftast nær mjög bundið peningaaðli stórveldanna og gerði lönd þessi að hálf-nýlendum þeirra. í staðinn er svo komið á alþýðuvaldi og raunhæfu Jojóðfrelsi.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.