Réttur


Réttur - 01.01.1946, Page 25

Réttur - 01.01.1946, Page 25
RÉTTUR 25 Saga þessa tímabils, sem nú er á enda, hefur skorið ótví- rætt úr þeirri deilu. Heimskreppan 1929—33 dauðrotaði vonirnar um kreppulausa þróun auðvaldsskipulagsins. Og verkalýðurinn fékk tækifæri til þess að sannprófa það, undir forystu sósíaldemókrata, hvernig það gæfist að skapa fagra og róttæka lýðræðisstjórnarskrá án þess að byrja á byrjun- inn: að tryggja hið raunhæfa vald lýðsins. Weimarlýðveldið þýzka var tækifærið. „Róttækasta lýðræðisstjórnarskrá heims- ins“ — með vald gósseigenda og einokunarhringa yfir em- bættiskerfinu, hernum, jörðinni og atvinnutækjunum ó- skert. Og nazisminn varð ávöxturinn: Fyrst jarðaðallinn og peningaaðallinn voru ekki sviftir öllum völdum og áhrifum, þegar fólkið náði ríkisvaldinu 1918, þá notuðu þessar yfir- stéttir tækifærið, strax og kraftar þeirra leyfðu, til þess að þurrka lýðræðið og öll lýðræðisform burt til þess að eiga ekki hættuna á raunhæfri framkvæmd þess yfir höfði sér, og komu á hinu grimmilega einræði sínu, verstu ógnarstjórn- inni, sem sagan þekkir. Tálvonirnar um að gamli jarðaðall- inn og nýi peningaaðallinn myndu una lýðréttindum fólks- ins, með þeim möguleikum, sem í þeim fólust, urðu þjóð- unum dýrkeyptar. Og undanhaldið, sem sósíaldemókrat- arnir skipulögðu til þess að forðast baráttuna og átökin, leiddi til ægilegasta ósigurs lýðræðisins. Peningaaðallinn hafði í samráði við gósseigendur og oft og tíðum erlenda auðhringa barið niður lýðræðishreyfing- arnar í Rúmeníu, Búlgaríu, Júgóslavíu, Ítalíu, Póllandi og Ungverjalandi eftir Iieimsstyrjöldina og svift fólkið eins miklu af lýðréttindum í hverju landi og aðli þessum þótti við þurfa til þess að tryggja einveldi sitt í landinu. Og hvar sem alþýðan tók að sýna alvöru í framkvæmd lýðræðisins, lét auðvald þetta til skarar skríða. í Wien var 1934 gengið milli bols og höfuðs á verkalýðshreyfingu Austurríkis, aftur- Italdið þoldi ekki það tiltölulega róttæka lýðræði, er alþýðan hafði skapað sér í Wien. Og þegar alþýðan á Spáni gerði nokkrar lagalegar ráðstafanir til að bæta kjör bænda, eftir

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.