Réttur - 01.01.1946, Blaðsíða 33
RÉTTUR
33
ins um Hergilseyjarbóndann, þegar hann bauð höfðingja-
valdinu byrginn og barg útlaganum, er það ofsótti:
,,Því sál lians var sterk af því eðli sem er
í ættlandi hörðu, sem dekrar við fátt,
sem fóstrar við hættur — því það kennir þér,
að þrjózkast við dauðann með trausti á þinn mátt,
í voðanum skyldunni víkja ei úr,
og vera í lífinu sjálfum þér trúr.“
Það, sem Schiller kallar „Mánnerstolz vor Königsthronen"
(stolt manna frammi fyrir hásætum konunga) er eitt af skil-
yrðunum fyrir raunhæfu lýðræði, hvort sem um er að ræða
hásæti einvaldsdrottna eða auðkónga. Og þessi tilfinning
hefur verið sterk í þjóð vorri, einmitt sökum þess að öll til-
vera vor liefur kennt oss í sjö aldir að hata kúgunina og elska
frelsið. Og sú kúgun, sem íslendingar Iiafa hatað mest er
einmitt fjárhagslega kúgunin: arðrán einokunarkaupmann-
anna var oss enn sárara en ægileg stjórnmálakúgun danskrar
embættismannastéttar. Orðatiltæki alþýðunnar við drembi-
láta dóna: „Heldurðu, að þú sért kóngurinn eða kaupmað-
urinn“, sýnir bezt, hvernig alþýðan mat báða Jjætti kúgunar-
valdsins. Ogsvo mun reynast enn: í augum íslenzkrar alþýðu
mun lýðræði á stjórnmála- og atvinnusviðinu verða óað-
skiljanleg hugtök, hvort tveggja frumskilyrði fyrir fullu
frelsi fjöldans af klafa alls höfðingjavalds. Fyrir íslenzkan
bónda, fiskimann, verkamann, sem síðustu aldir hefur þekkt
kúgun einokunarkaupmannsins, auðhringsins, stóratvinnu-
rekandans, — fengið að kenna á ánauð okurvaxta, ófrelsi
skuldaklafans og ógnum atvinnuleysisins, — fyrir hann er
hugtakið frelsi órjúfanlega tengt því að vera efnahagslega
sjálfstæður, vera öruggur um atvinnu og afkomu og engum
öðrum háður, geta um frjálst liöfuð strokið, Jmrfa ekki að
biðja einhvern höfðingjann um leyfi til þess að fá að lifa
mannsæmandi lífi.
Það er ekki að ófyrirsynju að íslenzka þjóðin hafði það
3