Réttur - 01.01.1946, Blaðsíða 39
RÉTTUR
39
frelsið. Alþýðan vill ofbeldið útlægt, ef hún mætti ráða.
Hún teldi því ekki eftir sér að einskorða baráttu sína fyrir
fullu frelsi við ósanngjarnar leikreglur borgaralega lýðræð-
isins, ef það mætti verða til þess að yfirstéttir þær, — sem
mótað hafa leikreglur þessar sér í hag og brotið þær, ef
völdum þeirra var hætta búin, — einskorðuðu sig einnig
við þær og þjóðfélag vort yrði þar með firrt hættu ofbeld-
isins.
Alþýðan treystir í þessu á mátt síns góða málstaðar, á
þroska og skynsemi fjöldans, á áhuga og eldmóð þeirra, sem
fyrir fullkomnun lýðræðisins berjast. Hún trúir því, að eins
og lýðræðissinnum 18. aldar tókst að vinna sigur á aðli og
einveldi þess tíma, Jrrátt fyrir ofsóknir og bönn, einokun
yfirstétta á andlegu og veraldlegu sviði, — eins muni og lýð-
ræðissinnum 20. aldar, sósíalistum, takast að sigrast á pen-
ingaaðli og einokunarhringum vorra tíma, þrátt fyrir ein-
ræði Jreirra í atvinnulífinu og ofurvald þeirra yfir áhrifa-
tækjunr þjóðfélagsins. íslenzka Jrjóðin bar gæfu til að koma
á einni stórfelldustu breytingunni á Jrjóðfélagi sínu síðustu
þúsund ár: kristnitökunni árið 1000 — með friðsamlegum
liætti. Mikil væri gifta Jrjóðar vorrar, ef lienni auðnaðist
einnig að framkvæma róttækustu breytinguna, sem hægt er
að gera á þjóðfélagi nútímans, sósíalismann, í anda Jreirrar
vizku, samheldni og siðmenningar, sem einkennt hefur þjóð
vora á beztu stundum ævi hennar.