Réttur


Réttur - 01.01.1946, Side 40

Réttur - 01.01.1946, Side 40
JONASH. HARALZ: Stefna Sósíalistaflokksins í bankamálum Stefna Sósíalistaflokksins í bankamálum hefur komið skýrt fram í þeim frumvörpum, er hann hefur lagt fram og beitt sér fyrir á Alþingi. í stuttu máli má segja, að þessi stefna sé, að bankar lands- ins séu reknir með það fyrir augum að útvega ódýrt og nægi- legt lánsfé til kaupa á atvinnutækjum o'g til almennra fram- kvæmda, í samræmi við stefnu stjórnarvaldanna í jreim mál- urn, en þó sé fullt tillit til þess tekið, að sú starfsemi leiði ekki af sér aukna verðbólgu í landinu eða hafi aðrar ólieppi- legar afleiðingar. Starfsemi bankanna Það er ekki liægt að segja, að starfsemi bankanna hafi á undanförnum árum verið rekin með þetta markmið fyrir augum. Utlánsvextir hafa hér á landi verið mjög háir, hærri en í nokkru landi öðru, og aðalatvinnuvegir landsins, sjávarútvegur og landbúnaður, hafa átt í miklum erfiðleik- um að útvega sér nægilegt lánsfé. Hinir háu vextir hafa verið þungur baggi á þessum atvinnuvegum. Starfsemi bankanna hefur yfirleitt verið rekin án nokkurs ákveðins marks eða stefnu í atvinnu- og fjárhagsmálum þjóðarinnar. Sambandið á milli Alþingis og stjórnar þjóðbankans hefur í raun og veru ekkert verið, og Alþingi engin álirif haft á stefnu lians. Enda þótt bankaráðið sé kosið óbeinum kosningum af Alþingi, hefur það aldrei haft neitt tækifæri til að marka stefnu hans eða láta álit sitt í ljós, og bankastjórnin í raun og veru verið algerlega einvöld. Með þessu móti varð bankastjórn Lands- bankans eins konar ríki í ríkinu, sem stjórnaði fjármálum

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.