Réttur


Réttur - 01.01.1946, Page 42

Réttur - 01.01.1946, Page 42
42 RÉTTUR Stofnlán sjávarútvegsins Til þess að tryggja þetta nauðsynlega samræmi milli að- gerðanna í atvinnumálum og fjármálum samdi Nýbygging- arráð vorið 1945 frumvarp til laga um Fiskveiðasjóð ís- lands, þar sem lagt var til, að sú stofnun yrði efld að mun, svo að henni yrði gert kleift að sjá sjávarútveginum og lijálp- aratvinnuvegum hans fyrir stofnlánum, er næmu allt að 75% kostnaðarverðs nýrra skipa og 67% kostnaðarverðs annarra framkvæmda, gegn aðeins 21/2% vöxtum. Fjár til þessara út- lána átti að afla með skyldulánum hjá seðladeild Landsbank- ans, að svo miklu leyti sem útlánunum væri varið til kaupa erlendis frá, og með sölu skuldabréfa á innlendum markaði, að svo miklu leyti, sem um innlendar framkvæmdir væri að ræða. Það hefði verið ógerningur að afla allrar þeirrar miklu fjárupphæðar, sem hér er um að ræða, með sölu skuldabréfa á innlendum markaði, nema þá gegn ofurvöxtum, eins illa skipulagður og sá markaður er, og eins mikil eftirspurn og er eftir fé til ýmis konar framkvæmda. Varð því að hverfa að því ráði að afla fjárins beint hjá seðladeild Landsbankans, enda var sú aðferð ofur eðlileg, þar sem hér var þá aðeins um yfirfærslu á eignum seðladeildarinnar frá erlendum innstæð- um í ríkistryggð innlend lán að ræða, en slík yfirfærsla hefur engin áhrif á peningamarkaðinn innanlands, skapar enga eftirspurn eftir vinnuafli og enga nýja kaupgetu innanlands, og getur því engin áhrif haft í þá átt að auka verðbólguna. Á hinn bóginn var til þess ætlazt að til allra framkvæmda innanlands, sem sköpuðu eftirspurn eftir vinnuafli og nýja kaupgetu, yrði fjár aflað með sölu skuldabréfa innanlands, er þá drægi jafnmikið úr öðrum framkvæmdum. Hvað vexti af lánum seðladeildarinnar snertir var gert ráð fyrir, að þeir yrðu nokkuð hærri, en vextir af hinum erlendu innstæðum hafa verið undanfarin ár, og að þessi yfirfærsla á fé seðla- deildarinnar úr erlendum innstæðum í innlend lán yrði bankanum til nokkurs hagnaðar.

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.