Réttur


Réttur - 01.01.1946, Blaðsíða 42

Réttur - 01.01.1946, Blaðsíða 42
42 RÉTTUR Stofnlán sjávarútvegsins Til þess að tryggja þetta nauðsynlega samræmi milli að- gerðanna í atvinnumálum og fjármálum samdi Nýbygging- arráð vorið 1945 frumvarp til laga um Fiskveiðasjóð ís- lands, þar sem lagt var til, að sú stofnun yrði efld að mun, svo að henni yrði gert kleift að sjá sjávarútveginum og lijálp- aratvinnuvegum hans fyrir stofnlánum, er næmu allt að 75% kostnaðarverðs nýrra skipa og 67% kostnaðarverðs annarra framkvæmda, gegn aðeins 21/2% vöxtum. Fjár til þessara út- lána átti að afla með skyldulánum hjá seðladeild Landsbank- ans, að svo miklu leyti sem útlánunum væri varið til kaupa erlendis frá, og með sölu skuldabréfa á innlendum markaði, að svo miklu leyti, sem um innlendar framkvæmdir væri að ræða. Það hefði verið ógerningur að afla allrar þeirrar miklu fjárupphæðar, sem hér er um að ræða, með sölu skuldabréfa á innlendum markaði, nema þá gegn ofurvöxtum, eins illa skipulagður og sá markaður er, og eins mikil eftirspurn og er eftir fé til ýmis konar framkvæmda. Varð því að hverfa að því ráði að afla fjárins beint hjá seðladeild Landsbankans, enda var sú aðferð ofur eðlileg, þar sem hér var þá aðeins um yfirfærslu á eignum seðladeildarinnar frá erlendum innstæð- um í ríkistryggð innlend lán að ræða, en slík yfirfærsla hefur engin áhrif á peningamarkaðinn innanlands, skapar enga eftirspurn eftir vinnuafli og enga nýja kaupgetu innanlands, og getur því engin áhrif haft í þá átt að auka verðbólguna. Á hinn bóginn var til þess ætlazt að til allra framkvæmda innanlands, sem sköpuðu eftirspurn eftir vinnuafli og nýja kaupgetu, yrði fjár aflað með sölu skuldabréfa innanlands, er þá drægi jafnmikið úr öðrum framkvæmdum. Hvað vexti af lánum seðladeildarinnar snertir var gert ráð fyrir, að þeir yrðu nokkuð hærri, en vextir af hinum erlendu innstæðum hafa verið undanfarin ár, og að þessi yfirfærsla á fé seðla- deildarinnar úr erlendum innstæðum í innlend lán yrði bankanum til nokkurs hagnaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.