Réttur


Réttur - 01.01.1946, Síða 44

Réttur - 01.01.1946, Síða 44
44 RÉTTUR sér þær nánar, má vísa til ritsins Stofrilán sjávarútvegsins, sem atvinnumálaráðuneytið hefur gefið út, en þar eru 51! skjöl málsins birt. í stuttu máli má segja, að andstaða Lands- bankans við frumvarpið hafi aðallega verið þrenns konar, andstaða og óvild á nýsköpunarframkvæmdum sem slíkum, og þar af leiðandi óbeit á að styðja þær fjárhagslega, and- staða gegn því, að veita jafnmikil og jafnódýr lán, og í þriðja lagi andstaða gegn fjáröflunarleiðinni, skyldulánunum hjá seðladeildinni. í þessari andstöðu Landsbankastjórnarinnar komu fram sjónarmið á starfsemi bankans, sem eru mjög óskyld þeim sjónarmiðum, sem liér hafa verið sett fram og einkenndu frumvarpið. í fyrsta lagi lítur bankastjórnin svo á, að það sé hún, sem með lánastarfseminni eigi að ráða yfir atvinnulífi landsins, en ekki, að það séu hin lýðræðislegu stjórnarvöld landsins, Alþingi og ríkisstjórn, sem marka eigi stefnuna í atvinnumálum þjóðarinnar, og bankanum beri að haga starf- semi sinni í samræmi við þá stefnu. Kemur þetta fram í tilraunum bankastjórnarinnar til að eyðileggja nýsköpunaráformin, sem Alþingi, ríkisstjórn og yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er fylgjandi, með Jjví að vilja ekki tryggja þeim nægilegt lánsfé. í öðru lagi verður ekki vart neins skilnings á því, að þjóðbankinn eigi að haga starfsemi sinni með hagsmuni allrar þjóðarinnar fyrir aug- um, kappkosta að auka þjóðartekjurnar sem rnest, og liaga útlánum sínum og vaxtakjörum í samræmi við Jjað. í stað Jjess virðist bankastjórnin líta á Jojóðbankann sem einkafyrir- tæki, og fyrst og fremst hugsa um afkomu og öryggi bankans sjálfs án tillits til þjóðarheildarinnar. Slíkt sjónarmið má vitaskuld ekki leggja á stofnun allrar þjóðarinnar eins og Landsbankinn er. Hvað stoðar Jaað, þó bankinn sýni góða af- komu, ef atvinnuvegir landsmanna fá ekki nóg lánslé til starfsemi sinnar, og afleiðingin verður atvinnuleysi og fátækt allrar þjóðarinnar. Mótþrói Landsbankastjórnarinnar gegn frumvarpinu varð

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.