Réttur


Réttur - 01.01.1946, Page 48

Réttur - 01.01.1946, Page 48
48 RÉTTUR þýðingarmikla hlutverk af hendi, að veita fyrsta veðréttarlán til húsbygginga gegn hæfilegum vöxtum. Varla á nokkru öðru sviði hafa þó bankar landsins brugðizt eins skyldu sinni eins og á þessu. í lögum um veðdeildina er gert ráð fyrir, að lán séu veitt allt að 3,£ virðingarverðs, og er þá vitaskuld gert ráð fyrir, að virðingarverð og kostnaðarverð séu ekki mjög langt hvort frá öðru. Fyrir stríð var þó reyndin sú ,að aðeins var lánað út á um það bil helming virðingarverðs, sem þá var mjög svipað kostnaðarverði. Þar við bættist, að veðdeild- in leysti ekki sjálf inn veðdeildarbréfin, heldur urðu lántak- endur sjálfir að sjá fyrir því, og urðu oftast að selja bréfin með allt að 20—30% afföllum. Munu það aðallega hafa ver- ið byggingarvöruverzlanirnar, sem keyptu þessi bréf, og var það ein aðaltekjulind þeirra. Með þessu móti urðu bæði lánsupphæðirnar litlar og vextir mjög háir. Torveldaði þetta mjög allar byggingarframkvæmdir og hinir háu vextir voru þungur baggi, er hækkuðu mjög húsaleigu frá því, sem ann- ars hefði þurft að vera. Á stríðsárunum, er framboð óx á fjármagni hækkaði gengi veðdeildarbréfa upp í nafnverð, svo að vextir lækkuðu allverulega, en þá brá svo við, að banka- stjórn Landsbankans gerði veðdeildina raunverulega að dauðri og ónýtri stofnun með því að lialda virðingarverði svo lágu, að það aðeins var um það bil 28% af kostnaðarverði, og fyrsta veðréttarlán veðdeildarinnar námu því aðeins um 14% af kostnaðarverði. Þar að auki veitti bankinn annars- veðréttarlán með venjulegum víxilkjörum, er námu öðrum 14% af kosnaðarverði. Með þessu móti neyddust húsabyggj- endur til að leita út fyrir bankana með lánsfjáröflun sína, og urðu þá að sætta sig við þau kjör, er tíðkuðust á brask- lánamarkaðinum fyrir utan bankana, sem hefur verið mörg- um mektarmönnum þessa þjóðfélags afbragðs féþúfa undan- farin ár. Á þessum markaði mun nú vera veitt lán út á fyrsta veðrétt, er nema 28% af kostnaðarverði gegn 6% vöxtum, og annað eins út á annan veðrétt með allmiklu hærri vöxt- um. Með þessu móti hefur allri lánastarfsemi til bygginga

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.