Réttur - 01.01.1946, Side 50
50
RÉTTUR
bæta úr þessum göllum við meðferð málsins á Alþingi, enda
þótt ekkert tillit væri tekið til tillagna þeirra og þær allar
felldar.
Einn lielzti galli laganna er sá, að fjáröflunin er á engan
hátt tryggð, eins og gert var livað stofnlán sjávarútvegsins
snertir með skyldulánunum hjá seðladeildinni. Eins og nú
standa sakir er skuldabréfamarkaðurinn það þröngur, að
ekki hefur tekizt að selja nema lítinn hluta af því þriggja
milljón króna láni, sem byggingarsjóður verkamannabústað-
anna bauð út fyrir nokkrum mánuðum síðan. Er því alveg
útilokað að takast megi að afla með skuldabréfasölu á opn-
um markaði þess mikla fjár, sem nauðsynlegt myndi verða,
ef lögin ættu að koma að verulegu haldi. Þess vegna lagði
Sósíalistaflokkurinn til, að Landsbankinn væri skyldaður til
að kaupa skuldabréf byggingarsjóðsins allt að 30 milljón-
um króna. Þetta var fellt. Sömuleiðis við aðra umræðu til-
laga, er gekk nokkru skemmra, eða um kaup á skuldabréfum
allt að 15 millj. kr. Er því ekki á neinn hátt séð fyrir fjár-
öflun til byggingarframkvæmdanna, og getur'það riðið fram-
kvæmdum byggingarfélaganna að fullu.
Sósíalistaflokkurinn mun á næsta þingi aftur beita sér fyrir
löggjöf, er tryggi nægt og ódýrt lánsfé til bygginga lands-
manna, svo að löggjöfin um verkamannabústaði og bygging-
arsamvinnufélög geti komið að gagni, og lánastarfsemi til
bygginga einstaklinga sé lyft af því villimannlega stigi okur-
starfseminnar, sem hún nú er á. Að þessu marki á banka-
starfsemi landsins að beinast, þá fyrst uppfyllir hún þær kröf-
ur, er gera verður til hennar.
Bankarnir og verðbólgan
Það verður að teljast eitt af aðalmarkmiðum bankastarf-
seminnar að stuðla að því, að verðgildi peninganna haldist
að mestu óbreytt. Að vísu er ekki hægt að ná því marki með
bankastarfseminni einni saman. Þar verður fjármálapólitík