Réttur


Réttur - 01.01.1946, Page 51

Réttur - 01.01.1946, Page 51
R É T T U R 51 ríkisins og aðrar aðgerðir að leggjast á eitt. Breyting á verð- gildi peninganna hefur í för með sér eignatilfærslur, sem eru af fullkomnu handahófi, og geta komið mjög óréttlátlega niður. Slíkar breytingar á verðgildi peninganna geta líka liaft aðrar afleiðingar á hagkerfið. Ef verðgildi peninganna eykst (deflation) verður það til þess að stöðva atvinnulífið að verulegu leyti og skapa atvinnuleysi. Slík stefna í peninga- málurn er því nú almennt fordæmd af hagfræðingum og mun hvergi í lieiminum vera talin koma til mála nú, enda þótt Framsóknarflokkurinn hér lteima hafi nú í mörg ár barizt fyrir þessari stefnu af jafnmiklu skilningsleysi og þrautseigju. Minnkun á verðgildi peninganna (verðbólga, inflation) er að vísu samfara eða fylgir mikilli aukningu athafnalífsins, en er þá vanalega um leið tákn þess, að sú aukning hafi náð takmörkum sínurn. Ef gengið er óbreytt getur verðbólga komið mjög liart niður á þeim atvinnuvegum, er framleiða til útflutnings. Hún leiðir einnig til alls konar braskfyrir- brigða og gefur þeim einstaklingum, er ráða yfir eftirsóttum vörutegundum möguleika til okurstarfsemi, sé eftirlitið ekki því betra. Verðbólgan getur einnig haft mjög óheppilegar af- leiðingar á tekjuskiptinguna, launastéttirnar geta lent aftur úr, en braskararnir fleytt rjómann. Gangi verðbólgan langt getur hún leitt til fullkominnar eyðileggingar myntarinnar og upplausnar atvinnulífsins. Allt þetta eru þekkt fyrirbrigði frá verðbólgum stríðs- og eftirstríðsáranna í mörgum lönd- um, bæði nú og í fyrri heimsstyrjöldinni. Af þessum ástæðum verður það að teljast æskilegt að halda verðgildi peninganna sem mest óbreyttu. Sú verðbólga, sem myndast hefur hér á stríðsárunum, er í raun og veru ekki mjög mikil, miðað við það, sem átt hefur sér stað og nú á sér stað víða annars staðar, og hún er að ýmsu leyti alveg sérstæð. Hinar raunverulegu tekjur þjóðarinnar hafa stóraukizt einmitt vegna verðbólgunnar, vegna þess að vinnuafl og íslenzkar útflutningsvörur liafa verið greiddar með tilliti til Verðlags innanlands. Enda þótt verðlag hafi

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.