Réttur


Réttur - 01.01.1946, Page 58

Réttur - 01.01.1946, Page 58
58 RÉTTUR eins ef rétt er stefnt. Allur meginþorri mannkynsins lítur á nýtt heimsstríð með skelfingu og viðbjóði. En ósjálfráð and- úð og huglægar óskir eru þó ekki einar nægar, eins og öll fyrri reynsla liefur ljóslega sýnt, nema þeim sé breytt í sam- einaða, jákvæða baráttu, byggða á skýrum pólitískum skiln- ingi á því, bvérnig sameining verði varðveitt, binir aftur- baldssömu stríðsæsingamenn að velli lagðir, og ófriði afstýrt á þessu stigi veraldarsögunnar. Það eru ákvarðanir vorar og aðgerðir á árinu 1946, fyrsta skapandi árinu eftir endi stríðs- ins og ósigur fasismans, er úrslitum munu ráða í framtíð- inni urn margra ára skeið, einkum þær sem snerta sambúð Bretlands, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Ummæli Leníns um þriðju heimsstyrjöldina Fyrir löngu, á árum fyrstu beimsstyrjaldarinnar, þegar goðsagan um „stríð til að sigrast á stríðinu" og „eilífan frið“ innan auðvaldsskipulagsins átti víða miklu gengi að fagna, sagði Lenín, að ef mannkynið drægi ekki réttar ályktanir af fyrsta heimsstríðinu, myndi annað á eftir koma, og ef menn lærðu ekki af því að beldur, myndi þriðja styrjöldin dynja yfir. Þessi ummæli eru eins sönn og frekast má verða enn þann dag í dag. Það er óvefengjanleg meginregla að óleysan- legar andstæður auðvaldsskipulags og beimsveldastefnu geta óhjákvæmilega af sér stríð og að sérbver draumur um stöð- ugan frið innan auðvaldsskipulagsins er mannskemmandi, bættuleg blekking. En með þessu var Lenín ekki að flytja neina forlagakenningu né balda því fram, að eigi yrði hjá því komizt, að liver heimsstyrjöldin ræki aðra. Hann benti þvert á móti á brautina fram, sýndi verkalýð og þjóðum heimsins, bverja baráttu þær yrðu og ættu að heyja gegn heimsvaldastríði og beimsvaldastefnu. Marxisminn hefur ætíð kennt oss, að samtök verkalýðs og þjóða séu fær um að hnekkja styrjaldarvoða, og öðlast með þeim sigri nýjan þrótt og meiri til þess að stöðva nýtt stríð, og geta loks fyrir

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.