Réttur - 01.01.1946, Síða 60
60
RÉTTUR
eru öil skilyrði þess að koma í veg fyrir nýja hemisstyrjöld
ósegjanlega miklu hagstæðari en áður. En þegar að því hlut-
verki er gengið er ærið nauðsynlegt að nema af reynslunni
og athuga vandlega aðstæður þær, sem leiddu til annars
heimsstríðsins, svo að vér villumst ekki af nýju af réttri leið,
lieldur framkvæmum stefnu vora í fyllsta samræmi við
breyttar aðstæður vorra daga.
ÞaS sem sagan kennir oss
Hvers vegna sigldi önnur heimsstyrjöldin í kjölfar þeirr-
ar fyrstu? Svarið við þeirri spurningu er nægilega Ijóst, ef
bent er á heimsvaldastefnuna, hinar skerptu liagrænu and-
stæður milli aukinnar framleiðslugetu, hafta og einokunar
er gátu af sér heimskreppuna miklu — og ef bent er á hinar
harðnandi deilur um nýja skiptingu veraldar, þá liatrömu
viðureign er skýrast kom í ljós í ógnunum hinna valdfíknu,
landgráðugu heimsvelda, Þýzkalands, Ítalíu og Japans, gagn-
vart nýlenduríkjunum, hinum vestrænu stórveldum. Allt
sýndi þetta, hvernig eðlilegur samrekstur heimsveldanna
leiðir til stríðs og var endurtekning þróunar þeirrar, sem
á undan fór heimsstyrjöldinni fyrstu, aðeins á liærra stigi.
En í öðru heimsstríðinu birtist nýtt atriði og einkenndi
þann ófrið öðru fremur. Þetta nýja atriði samsvarar hinu
nýja stigi veraldarsögunnar er hófst á allsherjarkreppu auð-
valdsskipulagsins, fyrsta sigri verkalýðshreyfingarinnar og
framkvæmd sósíalismans í Rússlandi, sókn verkalýðsstéttar-
innar á dögum vaxandi þjóðfélagskreppu og örvæntingar-
fullrar gagnsóknar af hendi liinnar ráðandi stéttar með fas-
ismann að vopni — gagnsóknar er leggja skyldi að velli verka-
lýðshreyfinguna, lýðræðið og Sovétríkin. Og þetta nýja at-
riði réði mestu um þá sögulegu atburðarás er leiddi til ann-
arrar heimsstyrjaldarinnar, og setti óafmáanlegt mark sitt á
allan ófriðinn.