Réttur


Réttur - 01.01.1946, Síða 62

Réttur - 01.01.1946, Síða 62
62 RÉTTUR Æðisgengið sovéthatur Nú á dögum verðum vér að læra, muna og starfa eftir kenningu þeirri sem ráðin verður af undirrót heimsstríðsins síðara, hinni greypilegu sjálfsmorðsstefnu, ef takast á að af- stýra þriðju heimsstyrjöldinni. Hverju sætti það, að þegar sigurvegarar heimsstríðsins fyrsta höfðu unnið Þýzkaland, eyðilagt flotann þýzka, loft- herinn, fallbyssur og skriðdreka, beygt Þjóðverja undir Ver- salasáttmálann og bannað þeim að vígbúast framar — að þá skyldu þeir að vörmu spori taka að lífga við hernaðarstefn- una þýzku, rífa sundur ákvæði Versalasáttmálans, leyfa end- urvígbúnað Þjóðverja og jafnvel stuðla að honum, unz svo var komið eftir aðeins tuttugu ára skeið að heimsvaldastefn- an þýzka gat ógnað heiminum að nýju með enn ægilegra vopnavaldi en 1914? Svarið er öllum ljóst nú á dögum. Það var sovéthatur Vesturveldanna, óttinn við kommúnisma og byltingar alþýðu, sundrung Vesturveldanna og Sovétríkj- anna sem blés nýju lífi í hernaðar- og heimsvaldastefnuna þýzku, ruddi ásælni fasista brautina, eyðilagði Þjóðabanda- lagið og kom af stað annarri heimsstyrjöldinni. Hið „and- kommúníska" merki varð hinum fasísku illræðismönnum töfragripur og vígorð, svo að þeir gátu dulið glæpi sína og árásarætlanir, sundrað, sefað, kúgað og þústað heimsvalda- sinnana vestrænu og hleypt af stokkunum öðru heimsstríð- inu. Undir hinn „andkommúníska" fána safnaðist allt það lið sem óskammfeilnast var og blygðunarlausast í heiminum. Er hugsanlegt, eftir alla þá slátrun sem á undan er gengin, að enn séu menn til sem reyna að hefja það svívirðilega merki á loft? Eiturbikarinn Hvers vegna ættum vér að tæma sama eiturbikarinn tvisvar? í eldraun ófriðarins hlutu menn að viðurkenna hinar

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.