Réttur - 01.01.1946, Qupperneq 68
68
RÉTTUR
„Áfram, Kristsmenn, krossmenn —"
Herstjórn styrjaldarinnar, hernaðarlistin sjálf, birti tvö-
feldni þessa á raunhæfan liátt. Þessi hernaðarlist var í því
fólgin að láta Ráðstjórnarríkin bera liita og þunga dagsins.
í fyrstu gerðu stjórnarherrarnir ráð fyrir því, að sókn naz-
ista myndi ráða niðurlögum Ráðstjórnarríkjanna á nokkr-
um vikum, í hæsta lagi á nokkrum mánuðum. Á meðan ægi-
legasta hernaðarárás veraldarsögunnar var látin dynja á
Rauða hernum barðist enginn brezkur her á neinum víg-
stöðvum. Churchill og Roosevelt hittust úti á miðju Atlants-
hafi, hlýddu á guðsþjónustu og hinn viðurkvæmilega sálm:
„Áfram Kristsmenn, krossmenn“ — en á meðan að hermenn
Ráðstjórnarríkjanna og Kína áttu við ofurefli að etja, sátu
hinir „kristnu“ hermenn auðum höndum.
Frestað vígstöðvum í vestri
Þegar Ráðstjórnarríkin stóðust árásina, gagnstætt öllum
vonum hinna vestrænu ráðamanna („óvænt“, „ófyrirséð"
að dómi Churchills), þegar fyrsta gagnsókn Rauða hersins
hófst um vorið 1942 í von um samhliða aðgerðir í vestri,
þegar Molotoff kom til London til þess að krefjast samhliða
hernaðaraðgerða — þá var hið opinbera heit gefið um nýjar
vígstöðvar í vestri á árinu 1942. Heit það var ekki efnt og
síðar skýrt sem blekking ein. í þrjú ár frá árás nazista á
Ráðstjórnarríkin, þá er spekingarnir tóku í einu hljóði að
rita um þá yfirsjón Hitlers að efna til tvennra vígstöðva í
Evrópu, var myndun hinna nýju vesturvígstöðva tafin og
skotið á frest þar til í júní 1944. í þrjú ár urðu Ráðstjórnar-
herirnir að stríða einir gegn meginþunga hinna nazísku
herja.
Ábyrgð Churchills
Allir blaðrarar og höfðingjasleikjur í opinberum stöðum
lýstu fyrirlitningu sinni á baráttu kommúnista fyrir nýjum