Réttur


Réttur - 01.06.1947, Qupperneq 69

Réttur - 01.06.1947, Qupperneq 69
RÉT T U R 141 forréttindastéttunum kemur ekki betur formdýrkunin en raunsæið, enda hafa þær oftast lagt allt kapp á að beina listinni inn á þá braut: gera hana að meinlausu föndri eða dularfullu stássi, sem að vísu gæti átt full- kominn rétt á sér undir eðlilegum þjóðfélagskringum- stæðum, en 'hlýtur hins vegar að fá í sig tómahljóð og á sig flóttasvip, þegar líf liggur við. Það er þá líka mála sannast, að hin sannasta og fegursta list heimsins hefur venjulega hvílt á eins konar mundangi milli búnings og innihalds. Hún hefur aldrei leitað „tilgangs í sjálfri sér“, heldur þvert á móti verið mjög svo lífsbundin — aldrei leitað hreinræktaðrar formfegurðar, heldur þjónað ým- ist trúarlegum, siðferðilegum eða þjóðfélagslegum mark- miðum. Sú þjónusta hefur enganveginn dregið úr list- gildi hennar — þvert á móti virðist slík list einmitt hafa náð stórum merkari fagurrænum árangri en hin, sem hneigst hefur til eindregnari formdýrkunar. Þessa fagurrænu sigra hefur hún unnið í tákni raunsæisins — í tákni tengsla sinna við hið stríðandi líf f jöldans. Nú er það nákværnlega eins um listina og lífið sjálft: við vitum ekki, hvað hún í raun og veru er — þekkjum ekki þær frumbylgjur, sem kalla fram þessar ljúfsáru hræringar í brjósti mannsins. Sennilega stendur þó listin uppruna sínum næst, þegar hún er einskonar áslátt- ur á undirvitundina, dularfullt samspil milli leyndar- dómsins í náttúrunni og manninum, skapandi leikur. Slíkur leikur þarf ekki að hafa neinn siðrænan tilgang, heldur leitar hann með nokkrum hætti einskonar yfir- skilvitlegs jafnvægis og vekur þar með þá sælu mun- aðarkennd, er við nefnum fegurð. Það er fyrst, þegar listin er sveigð að lögmálum mannlegrar skynsemi, sem hún verður siðræn: vopn til eflingar ákveðnum hugsjón- um, ákveðinni lífsstefnu. Gera má ráð fyrir, að slíkar tilraunir skynseminnar til að skapa listinni siðrænan tilgang, orki deyfandi á dulúð hennar og töfra — nema
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.