Réttur


Réttur - 01.01.1950, Síða 3

Réttur - 01.01.1950, Síða 3
RÉTTUR 3 Og vei! Ég felldi farg af myrkri á augu mér, lét þau skorpna á samri stund í ofurbirtu, hlustir mínar dofna sem stein af þrumuhljómi, sleit hverja taug i holdi mér sem brunninn kveik og saug mér merg úr beinum, blóff úr æðum — mitt skynleysi svalg mitt skyn — ég skyldi þagga í dá mína vaknandi vitund, varð að kæfa þá rödd, er mér reis frá brjósti, hlaut að slökkva í kvölum hjartans kvöl. í kvölum hjartans kvöl! Ó, óráðs æði! — dul Dauðans í Lífsins hjaðningaleik. — Mín afmagnan varð mér að afli fordæðunnar, að ófreski tröllsins mín blinda, að sviðandi bruna kaldur dofinn í kröm míns tætta holds; flýjandi rak ég minn flótta í sjálfs mín greipar, merglausum kjúkum kreistur og nístur æ fastar; og sem lúður þyti lét mér í daufum eyrum

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.