Réttur


Réttur - 01.01.1950, Page 7

Réttur - 01.01.1950, Page 7
MAO TSE-TUNG leiðfogi kommúnista í Kína % (Frásögn um fyrri hluta ævi hans). Á seinni hluta nítjándu aldar bjó fátækur bóndi að nafni Mao Jenséng í þorpinu Shao Shan í Húnanfylki í Kína. Afkoma hans var slæm eins og flestra smábænda þar, og að lokum neyddist hann til að ganga í herinn vegna skulda. Hann var mörg ár í her- þjónustu, en sneri síðan heim í þorpið sitt og heppnaðist með mik- illi sparsemi, ærinni vinnu og smávægilegri kaupsýslu að öngla saman svo miklu fé að hann gat endurkeypt jörðina, sem hann hafði orðið að láta upp í skuldir. Þarna fæddist, árið 1893, sonur hans Mao Tse-tung, sem seinna átti eftir að verða heimsfrægur maður — leiðtogi kommúnista í Kína. Þegar Mao var sex ára gamall var hann látinn fara að hjálpa til við sveitastörfin. Faðir hans hélt áfram afurðasölu sinni og efn- aðist allvel á henni, en fjölskyldan hans varð að vinna baki brotnu og spara. Átta ára gamall fór Mao í barnaskóla og var þar til þrettán ára aldurs, þó varð hann að vinna á morgnana fyrir skólatíma og á kvöldin. Kennari hans var strangur og barði nemendur sína all- óvægilega. Mao var hneigður fyrir námið og fékk þegar mikinn áhuga á Konfúsíusi og öðrum klassíkurum kínverskra bókmennta, en hann undi því illa að vera barinn — oft fyrir litlar sakir. Því var það, að er hann var tíu ára tók hann þá ákvörðun að strjúka úr skólanum. Heim þorði hann ekki að fara af ótta við það að verða barinn af föður sínum, en lagði af stað í áttina til næstu borgar. Eftir þriggja daga ferðalag, matarlaus og villtur, fannst hann og var færður heim. Þá kom í ljós að hann hafði sífellt gengið í hring og aldrei komizt nema um þrjár enskar mílur frá þorpinu. En strok

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.