Réttur


Réttur - 01.01.1950, Qupperneq 9

Réttur - 01.01.1950, Qupperneq 9
RÉTTUR 9 arastyrjöld, og þóttist hinn ungi maður hafa af henni lært, aC hann kæmi helzt fram sínum málum með beinni uppreisn, en gæfi hann eftir í auðmýkt, væri hann barinn og skammaður meira en áður. Þegar Mao hætti í skólanum, þrettán ára, fór hann að vinna allan daginn við búskapinn og færa verzlunarbækur föður síns á kvöld- in. En hann hætti samt ekki námi sínu; á nóttinni las hann hverja bók sem hann komst yfir og byrgði vendilega glugga sinn, svo að faðir hans sæi ekki ljósið. Nú las hann mest nýjar bækur, bækur sem fluttu nýjan boðskap inn í þennan afskekkta heim, bækur sem töldu að Kínverjar væru á eftir tímanum og því væri afkoma þeirra verri en annarra þjóða, þeir þyrftu að læra af þjóðum sem lengra væru komnar í hvers konar tækni. Á þessum bókum hafði faðir hans hina mestu bölvun og taldi þær hættulegar. Einnig las Mao mikið af gömlum kínverskum skáldsögum og æfintýrum, og veitti því þá eftirtekt að aldrei var minnzt á bændur í þessum bókum. Þegar hann fór að hugsa um hvernig á því stæði að hinar glæsi- legu söguhetjur voru alltaf hermenn eða auðugir mandarínar, sá hann að þessir menn áttu bændurna með húð og hári eins og hver önnur vinnudýr, og því var varla von að þeir væru að skrifa um þá hetjusögur. Faðir Maos var vantrúarmaður, en greip þó til þess að ákalla guðdóminn ef eitthvað alvarlegt bar að höndum, eins og til að mynda einu sinni er tígrisdýr hafði nærri ráðist á hann, en móðir Maos tilbað Búdda og kenndi börnum sínum að trúa á handleiðslu hans. En smátt og smátt fór Mao að efast um almætti guðsins, og af lestri ýmissa bóka fékk hann þá skoðun að þarflegra væri að fara í einhvern skóla þar sem kennd væru ný og hagnýt fræði en dýrka Búdda og lesa klassíkara. Faðir hans var mjög andvígur því að hann færi í skóla og lenti enn í harða rimmu milli feðganna, sem endaði á þann veg að Mao strauk að heiman. Hann settist að hjá atvinnulausum lagastúdent, sem hjálpaði honum til að komast inn i einhvern skóla. Þar var hann við nám í hálft ár og las auk þess mikið af blöðum og bókum. Um þessar mundir kom fyrir atvik, sem hafði mikil áhrif á hinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.