Réttur


Réttur - 01.01.1950, Qupperneq 10

Réttur - 01.01.1950, Qupperneq 10
10 RÉTTUR unga námsmann. Dag nokkurn urðu skólapiltar varir við marga kaupmenn fyrir utan skólann, þeir höfðu flúið frá borginni Changsha af því að þar hafði verið gerð uppreisn. í Changsha var hungursneyð, þúsundir manna höfðu ekki málungi matar. Nefnd var send til borgarstjórans til að biðja hann ásjár. Hann svaraði því einu hrokafullur, að nógur matur væri til í borginni, enginn þyrfti að svelta. Þessu reiddust hinir hungruðu menn, fóru í kröfu- göngu, réðust á skrifstofubyggingu hans, rifu niður fánastöngina — merki valdsins — og ráku borgarstjórann á flótta. Árangurinn var sá að innanríkisráðgjafinn kom á vettvang og lofaði fólkinu að því skyldi verða hjálpað. En keisaranum mislíkaði að embættis- maður sinn skyldi ætla að semja við „skrílinn" og rak hann úr embætti. Nýr maður kom í hans stað, sem lét taka höndum for- ingja hinna nauðstöddu manna, varpa þeim í fangelsi og háls- höggva marga þeirra og setja höfuð þeirra á stengur, svo að alþýða manna mætti sjá hvað hennar biði, ef hún óhlýðnaðist boðum hins guðdómlega keisara. í skólanum var mikið um þennan atburð rætt og flestir nem- endurnir höfðu samúð með „uppreisnarmönnunum", en aðeins frá sjónarmiði áhorfenda, þeir skildu ekki að þetta stæði í neinu sambandi við hið daglega líf. En Mao gleymdi þessu aldrei. Hann þekkti þetta fólk, það voru bændur eins og hans fólk, þetta gat líka komið fyrir það hvenær sem uppskerubrest eða aðra ógæfu bar að höndum. — Þetta lét heldur ekki eftir sér bíða. Á næsta ári varð skortur á matvælum í þorpinu þar sem faðir Maos bjó. Fá- tæklingarnir söfnuðust saman og rændu kornhlöður hinna ríku, þar á meðal föður hans. Mao vorkenndi ekki föður sínum, en hann áleit að svona ránsaðferð væri ekki rétt. Um sama leyti varð Mao fyrir miklum áhrifum af einum kenn- aranum sem kallaður var „róttækur“ af því að hann var andstæður Búddadýrkun og vildi að hofum hans yrði breytt í skóla. Mao aðhylltist þessar kenningar og þegar hann hafði lesið bækling einn um stjórnmál og taldi Japani vera að seilast eftir völdum í Kína, varð hann heitur landvarnarmaður. Nú vildi faðir hans setja upp verzlunarútibú í Hsiang Tan og gera
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.