Réttur


Réttur - 01.01.1950, Síða 16

Réttur - 01.01.1950, Síða 16
16 RÉTTUR sjón í liði Chiang Kai-sheks, þeir samþykktu því að sleppa Mao, en fyrirliði þeirra komst að því og hindraði það. Þegar þeir áttu eftir um tvö hundruð metra til aftökustaðarins, sá Mao sér færi á að hlaupast brott frá hermönnunum og fela sig í háu grasi. Hans var leitað lengi dags, og stundum gengu hermennirnir svo nærri honum að við sjálft lá að þeir stigju ofan á hann. Þegar dimmdi um kvöldið komst hann til fjalla og náði eftir mikla erfiðleika til bændaherfylkis sem tók honum fegins hendi. Bændur á þessum slóðum höfðu nú einnig risið upp gegn Kuomintang og hinn litli her þeirra sótti sigursæll suður á við gegnum Húnanfylki. En stefnuskrá uppreisnarmanna, er Mao hafði átt mestan þátt í að semja, hafði aldrei náð samþykki miðstjórnar Kommúnistaflokksins, og vildi hún að herferðinni yrði hætt, Mao var sviptur trúnaðarstörfum sínum hjá flokknum. Engu að síðúr hélt hinn litli bændaher áfram bardögum og fleiri og fleiri gengu í herinn. í nóvember 1927 var fyrsta sovétið sett’á stofn í Chalin á landamærum Húnan, uppreisnir brutust út víða um landið og rauðir herir og sovét voru stofnuð, en eining komst aftur á í Kommúnistaflokknum. Rauði herinn efldist skjótt að styrkleik og sigrum og náði næstum öllu Kiangsihéraðinu á sitt vald og þar með var fenginn grundvöllur undir ráðstjórnarríki og stjórn þess mynduð, og átti Mao sæti í henni. En nú fór Kuomintangstjórnin að verða alvarlega skelkuð út af fylgi kommúnista, og Chiang Kai-shek hóf gereyðingarstyrjaldir sínar á hendur þeim, en þrátt fyrir tífalt stærri her og betri út- búnað tókst honum þó ekki að sigra kommúnista. Alls voru farnar fimm herferðir gegn þeim, og loks voru þeir orðnir svo aðþrengdir, að þeir tóku þá ákvörðun að draga sig til baka til norðvesturhéraða Kína, Shensi og Kansu eftir sjö ára ráðstjórn í suður Kína. Þetta var 1934, og þá var Mao kosinn stjórnarforseti Ráðstjórnarríkja alþýðu í Kína og hefur verið það síðan. Sagan af því ferðalagi þegar 90 þúsundir manna lögðu af stað fótgangandi níu þúsund kílómetra leið yfir fjöll og firnindi, of- sóttar allan tímann af herjum Kuomintang með flugvélum og nýjustu hernaðartækjum, verður ekki sögð hér, en ári síðar höfðu

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.