Réttur


Réttur - 01.01.1950, Page 17

Réttur - 01.01.1950, Page 17
RÉTTUR 17 þeir sem eftir lifðu, um 20 þús., náð áfangastaðnum, og Mao Tse- tung orti um þessa löngu og hættulegu ferð langt og merkilegt söguljóð. Skal nú farið fljótt yfir sögu Mao Tse-tungs, ekki vegna þess að hún verði síður viðburðarík eftir þetta, heldur vegna þess að hún verður varla greind frá hinni stórkostlegu baráttu kommún- istanna í Kína eftir þetta.og yrði of langt að rekja það mál hér, enda mún sú saga verða ítarlega skráð af öðrum. Kona Maos var drepin eftir skipun eins af hershöfðingjum Kuomintang, en hann kvæntist aftur Ho Tze-nien, sem var kennslukona og starfaði að skipulagningu innan kommúnista- flokksins. Enskur rithöfundur, Edgar Snow, sem kynntist Mao á ferðalagi sínu um ráðstjórnarhéröðin, lýsir honum þannig, að hann sé yfir- lætislaus maður, dálítið bóndalegur og hirðulítill um útlit sitt, gamansamur og feikna minnugur. Hann er góður rithöfundur og ræðumaður, hefur undravert vinnuþol og er álitinn mikill stjórn- málamaður og slyngur hershöfðingi, sumir Japanar töldu hann mesta hershöfðingja Kínverja í síðustu styrjöld. Hd. St. ft 2

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.