Réttur


Réttur - 01.01.1950, Page 18

Réttur - 01.01.1950, Page 18
Friðjón Stefánsson: EIN AF ÁSTANDSMEYJUNUM Ástandsmærin Sigríður Jónsdóttir var sér þess greinilega með- vitandi, hvað hún hafði misst, þegar hún horfði á eftir unnustan- um sínum um borð í herflutningaskipið, sem flutti hann burt frá henni út í heiminn og óvissuna — eða ef til vill heldur vissuna um það, að hún myndi ekki sjá hann framar. Að vísu hafði henni skilizt hann láta liggja að því, að hann myndi skrifa henni. En hvað stoðaði það, þar eð hún var sjálf ekki svo vel að sér í tungu hans, að hún treysti sér til að skrifa honum aftur. Nei, hún var víst búin að missa hann fyrir fullt og allt. Aldrei framar myndi henni hlotnast sá munaður að hvíla í örmum hans, þessa eina manns, sem hún hafði raunverulega elskað. Þetta var eini her- maðurinn, sem hún hafði haft kunningsskap við. En hann var líka öðru vísi en allir karlmenn, sem hún þekkti, miklu fallegri, miklu betri, prúðari og riddaralegri en allir hinir. O, hún hafði elskað hann svo mikið! Hann hafði einhverju sinni sagt við hana, eftir því sem henni skildist, að þau gætu aldrei gifzt, aðeins verið góðir vinir. (Hvenær hafði það nú aftur verið? Æjá, það var einmitt nóttina, sem þau voru saman í gistihúsherberginu í fyrsta sinni). Á eftir sagði hann heilmikið, sem hún gat ekki skilið. Öttasleginn hugur hennar reyndi að telja sér trú um, að hún heíði misskilið hann — alls

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.