Réttur


Réttur - 01.01.1950, Qupperneq 22

Réttur - 01.01.1950, Qupperneq 22
22 RÉTTUR landi. Það var eitthvað við hann, sem minnti hana á Jack. Brún augun, og þessar sömu kviklegu hreyfingar. En hann var ekki lag- legur eins og Jack. Samt var eitthvað, hún gerði sér ekki grein fyrir, hvað það var, sem tltó hana að honum. Hann var kátur og skemmtilegur. En hann gat stundum verið hrjúfur, næstum ruddalegur. Það var sú hlið hans, sem henni gazt ekki að. Hann hafði boðið henni nokkrum sinnum í kvikmyndahús og einu sinni á dansleik. Það kvöld hafði hann verið ör af víni og ást- leitinn, og það hafði vakið í brjósti hennar sérstaka tegund af ánægju, ekki óáþekka, þegar maður vinnur í happdrætti eða dreg- ur góðan drátt á tombólu. En þessum hughrifum fylgdi líka ang- urværð. Gunnar var öðru vísi en Jack. Það var ekkert ævintýralegt við Gunnar, hann var aðeins hversdagslegur maður. Jafnvel þegar hann var ástleitinn var hann hversdagslegur, og það var enginn ljómi yfir því, þótt það væri á sinn liátt spennandi. Gamla húsmóðirin leit hana greinilegum vanþóknunaraugum, þegar hún lagði af stað með telpuna sína um kvöldið. En sú gamla þurfti alls ekki að vera að setja upp neinn vandlætingarsvip. Sigga var búin að ljúka sínum störfum, þvo upp eftir kvöldmatinn og laga til í eldhúsinu. Það vantaði nú bara, að hún mætti ekki bregða sér út, þegar hún átti frí! Yfir bæinn lagði úrsvalan vind utan af flóanum. Það var eigin- lega talsvert kalt, þó að komið væri fram undir vor. Móðirin stanz- aði og laut niður til þess að vefja enn einu bragði af treflinum utan um litla hálsinn á dóttur sinni, sem annars var prýðilega búin. Sigga var á leiðinni með hana til bróður síns, þar sem hún ætlaði að biðja mágkonu sína fyrir barnið, á meðan hún skryppi sem snöggvast á dansleik, sem Gunnar hafði boðið henni á. Hún ætlaði ekki að vera lengi.- Telpan hélt fast um hönd móður sinnar og það datt hvorki af henni né draup. Móðirin sökkti sér niður í sínar eigin hugs-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.