Réttur - 01.01.1950, Qupperneq 22
22
RÉTTUR
landi. Það var eitthvað við hann, sem minnti hana á Jack. Brún
augun, og þessar sömu kviklegu hreyfingar. En hann var ekki lag-
legur eins og Jack. Samt var eitthvað, hún gerði sér ekki grein
fyrir, hvað það var, sem tltó hana að honum. Hann var kátur og
skemmtilegur. En hann gat stundum verið hrjúfur, næstum
ruddalegur. Það var sú hlið hans, sem henni gazt ekki að.
Hann hafði boðið henni nokkrum sinnum í kvikmyndahús og
einu sinni á dansleik. Það kvöld hafði hann verið ör af víni og ást-
leitinn, og það hafði vakið í brjósti hennar sérstaka tegund af
ánægju, ekki óáþekka, þegar maður vinnur í happdrætti eða dreg-
ur góðan drátt á tombólu. En þessum hughrifum fylgdi líka ang-
urværð. Gunnar var öðru vísi en Jack. Það var ekkert ævintýralegt
við Gunnar, hann var aðeins hversdagslegur maður. Jafnvel þegar
hann var ástleitinn var hann hversdagslegur, og það var enginn
ljómi yfir því, þótt það væri á sinn liátt spennandi.
Gamla húsmóðirin leit hana greinilegum vanþóknunaraugum,
þegar hún lagði af stað með telpuna sína um kvöldið. En sú gamla
þurfti alls ekki að vera að setja upp neinn vandlætingarsvip. Sigga
var búin að ljúka sínum störfum, þvo upp eftir kvöldmatinn og
laga til í eldhúsinu. Það vantaði nú bara, að hún mætti ekki bregða
sér út, þegar hún átti frí!
Yfir bæinn lagði úrsvalan vind utan af flóanum. Það var eigin-
lega talsvert kalt, þó að komið væri fram undir vor. Móðirin stanz-
aði og laut niður til þess að vefja enn einu bragði af treflinum utan
um litla hálsinn á dóttur sinni, sem annars var prýðilega búin.
Sigga var á leiðinni með hana til bróður síns, þar sem hún ætlaði
að biðja mágkonu sína fyrir barnið, á meðan hún skryppi sem
snöggvast á dansleik, sem Gunnar hafði boðið henni á. Hún ætlaði
ekki að vera lengi.-
Telpan hélt fast um hönd móður sinnar og það datt hvorki af
henni né draup. Móðirin sökkti sér niður í sínar eigin hugs-