Réttur - 01.01.1950, Page 25
RÉTTUR
25
Hún roðnaði, og hann laut aftur niður að henni, hratt og mjúk-
lega og kyssti hana.
,,Var kannske nokkuð vont að kyssa mig?“ sagði hann.
„Nei, en.....“
,,En hvað, vina mín?“ sagði hann hlæjandi um leið og hann
túk hana upp í fang sér eins og barn og bar hana yfir að legu-
kekknum.
Hitabylgja streymdi um hverja taug hennar og hún fann þægi-
lega, æsandi tilfinningu, sem hún kannaðist við, fara um sig. En
hinn duldi útti í sál hennar sagði henni að vera vör um sig, þetta
væri öðru vísi en það ætti að vera. Og hún reyndi að losa sig og gera
sig byrsta. „Hvað á þetta að þýða, Gunnar!"
„Allt í lagi! Það er ekki verra að sitja á ,,dívaninum“, og betra
að því leyti fyrir mig, að þaf get ég fengið að sitja við hliðina á
þ/ <<
er.
„Já, fyrir þig kannske, en hver segir, að það sé betra fyrir mig?“
„Vertu nú ekki svona byrst á svipinn. Ertu reið?“
„Nei. En nú verð ég að fara.“
„Bíddu nú augnablik," sagði hann um leið og hann stúð a fæt-
ur og sútti bréfpokann með appelsínunum. „Ég ætla að biðja þig
að taka þennan poka með þér, þig langar ef til vill að gefa Dísu
litlu appelsínu.“
I einni svipan fylltist hugur hennar þakklæti. Þetta var vel
hugsað. „Þakka þér fyrir, Gunnar,“ sagði hún, og augu hennar
sögðu meira en orðin. Þú að þetta væri ekki mikilsverð gjöf, þá
var hún henni kærkomin, vegna þess að hann hafði munað eftir
barninu hennar.
Hann túk um báðar hendur hennar og brosti. Svo drú hann
hana að sér, og nú lofaði hún honum að kyssa sig. Hann kyssti
hana ákaft og þrýsti henni fast að sér. En hvers vegna talaði hann
ekki við hana — sagði henni, að hann langaði til að eiga hana —
alltaf?