Réttur


Réttur - 01.01.1950, Síða 37

Réttur - 01.01.1950, Síða 37
RÉTTUR 37 mistókust líka, þótt því afturhaldsvaldi tækist skömmu síðar að sigra nýsköpunarstefnuna með aðstoð heildsala- valdsins. En afturhaldið á íslandi gat ekki komið í veg fyrir að árin 1945 og 1946 urðu einhver beztu afkomuár, sem ís- lenzk alþýða hefur upp-lifað, og það fyrst og fremst vegna þess að allir fengu að vinna. Og afturhaldið gat heldur ekki komið í veg fyrir að svo miklar ráðstafanir yrðu gerð- ar til að tryggja atvinnu á næstu árum með öflun nýrra atvinnutækja, að erfitt varð að koma á verulegu atvinnu- leysi á næstu tveim árum 1947 og 1948, af því ný atvinnu- tæki (togarar o. fl.) voru þá fyrst fyrir alvöru að koma til landsins, borguð fyrirfram af nýbyggingarfé. Hinsvegar var það auðséð að tilgangur þeirrar aftur- haldsstjórnar, sem við völdum tók í febrúar 1947, og þess fjárhagsráðs, er hún veitti einokunarvald í íslenzku at- vinnu og verzlunarlífi, var að koma á atvinnuleysi. Það kom fram hjá Bjarna Benediktssyni í þingræðu vorið 1947 að þess myndi ekki langt að bíða að menn þyrftu ekki að hafa áhyggjur út af of mikilli eftirspurn eftir vinnuafli. Vetur- inn 1947—’48 hefði atvinnuleysi vafalaust byrjað að gera vart við sig í Reykjavík, hefði Hvalfjarðarsíldin ekki kom- ið. Nýsköpunartogararnir og Hvalf jarðarsíldin gerðu hins- vegar enn það strik í reikninginn hjá afturhaldinu, sem forðaði fjölda alþýðu'heimila frá því atvinnuleysi, sem samkvæmt áætlunarbúskap afturhaldsins átti að verða hlutskipti þeirra. Pólitík Sósíalistaflokksins hafði tryggt alþýðu fulla at- vinnu á árunum 1945 og 1946 og lagt grundvöll að mikilli atvinnu á árunum 1947 og 1948. Skilyrðið til þess að hægt væri að halda slíkri pólitík áfram var fyrst og fremst að þjóðin gerði flokkinn miklu sterkari en hann áður var í kosningunum 1946 og 1949. Blekkingaherferð afturhalds- ins tókst að hindra að svo yrði. Þaðnþýddi hinsvegar að atvinnuleySispólitík afturhaldsins bar sigur úr býtum, en

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.