Réttur


Réttur - 01.01.1950, Page 40

Réttur - 01.01.1950, Page 40
40 RÉTTUR fyrst 1949—’51. Aðrir, svo sem ýms bæjarfélögin, hefðu vafalaust gjarnan viljað kaupa nýsköpunartogara, en áttu ekki fé og hefðu ekki fengið eins mikið fé gegn litlu fram- lagi eins og þau þurftu, ef kenningar hagfræðinga aftur- haldsins hefðu ráðið. Afleiðing alls þessa hefði orðið að Island hefði ekki eignast nema lítið af nýsköpunartogurum og þá dýrari en þeir urðu og seinna, gömlu togaramir hefðu Verið einir um framleiðsluna að mestu, framleiðslan á ár- unum 1947—’49 farið stórkostlega minnkandi og inneign- irnar frá stríðsárunum hefðu eyðzt í að kaupa neyzluvörur og annað, því enginn þarf að halda að þjóðin hefði sætt sig við að hálfsvelta eða skorta flest, ef nóg var til af erlendum gjaldeyri, sem til einskis sérstaks var ætlaður, — og frjáls verzlun með þann gjaldeyri. Fjármálastefna þessara hagfræðinga afturhaldsins hefði þýtt að Island hefði ekki eignast nema lítinn hluta þeirra stórvirku tækja, sem nýsköpunin veitti því. Það hefði verið óbætanlegt tjón fyrir atvinnulíf vort. Þetta er aðvömn úm hve hættulegt það er að ætla að stjórna atvinnumálum þjóðfélagsins út frá óskýrum hugmyndum stofulærðra „sérfræðinga“, sem byggja á röngum kenningum og taka ekkert tillit til þróunar þjóðfélagsins og hagnýtra að- stæðna. Nýsköpunin var hugsuð út frá þörfum íslenzka þjóð- félagsins sérstaklega, ekki út frá almennum þörfum háþró- aðs iðnaðarlands eins og t. d. Bandaríkjanna. ísland þurfti á því að halda að þróa eins fljótt og hægt var alla fram- leiðslutækni sína, vinna upp með voldugu átaki þjóðarinn- ar þá áratugi og aldir, þegar vér Islendingar drógumst aftur úr vegna erlendrar áþjánar. Hver Islendingur, sem aðstöðu hafði til að hugsa um þarfir þjóðarinnar og móta gerðir hennar, hlaut að einbeita sér á slíka atvinnubyltingu, til þess að reyna með því að ná þeim þjóðum, sem höfðu fárið svo langt fram úr oss í tækni á ógæfuöldum þjóðar vorrar. Meðan danskar einokunarklær voru að drepa niður

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.