Réttur


Réttur - 01.01.1950, Page 41

Réttur - 01.01.1950, Page 41
RÉTTUR 41 „innréttingar" Skúla fógeta, hóf England iðnaðarbyltingu sína. Þegar Bandaríkjunum fleygði fram í iðnaði á síðari hluta 19. aldar, flúðu Islendingar land sitt til Vesturheims sakir áþjánar og örbirgðar. Þegar Bretland var að kom- ast á hátind iðnaðarþróunar sinnar, voru Islendingar að kaupa gömul skip, er Bretar lögðu niður, til þess að reyna þá að feta sig ofurlítið fram á við! ísland þurfti (1944) á því að halda að einbeita vinnuafli og f jármagni til sem allra ‘mestrar f járfestingar, nýsköp- únar alls atvinnulífs síns á grundvelli mikillar tækni. En Bretland og Bandaríkin voru komin á stöðnunar- og hnign- unarskeið. Þau voru orðin fjandsamleg iðnþróun annara landa, vildu fá að nota aúð sinn til fjárfestingar í öðrum ríkjum eða hafa opinn markað fyrir iðnaðarframleiðslu sína í þeim. Auður sá, sem safnaðist saman á ári hverju í helgreipum auðhringa þessara landa, — en það er arð- urinn, sem þeir ræna af verkalýðnum með kaupkúguninni, — er svo mikill að þessir auðhringar standa ráðþrota uppi og vita ekki hvað þeir eiga við hann að gera. (Þennan auð kalla „hagfræðingarnir'‘ „sparnað af frjálsUm vilja“!). Það er mjög skiljanlegt að slíkir auðhringar og hagfræð- ingar þeirra, leggist eindregið á móti því að sérstakar ráð- stafanir séu gerðar til fjárfestingar hjá fátækri framfara- sinnaðri þjóð og heimti að öll þróun fari eftir „frjálsum sparnaði“. Það þýðir að frumstæðustu og fátækustu þjóðir haldi áfram að vera frumstæðar og fátækar, — og að stór- iðjuþjóðir haldi áfram að kaupa af þeim hráefni ódýrt, selja þeim iðnaðarvörur með gróða og hindra iðnþróun þeirra, en safna sjálfar off jár. Hagfræðikenningar Benjamíns og Ólafs mótast af hags- munum auðstéttar í stirnuðu auðvaldsþjóðfélagi, þar sem nýsköpunarhugmyndin 'hinsvegar var hugsuð út frá þörf- um ungs þjóðfélags, sem enn væri á framfaraskeiði og ætti sér enn mikla framfaramöguleika, _ef alþýðan og hinn fram- sæknari hluti atvinnurekendastéttarinnar (í tæknilegum

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.