Réttur


Réttur - 01.01.1950, Síða 43

Réttur - 01.01.1950, Síða 43
RÉTTUR 43 banni á framförum með lánsfjárkreppunni, sem fyrirskip- uð er samfara þessum aðgerðum. Reynir nú á íslenzku þjóðina, hvort hún hefur þroska og skilning til þess að risa upp og hrinda af sér slíkri árás, þótt Alþingi hennar hafi í svipinn lotið svo lágt að gera valdboð hins erlenda auðvalds að íslenzkum lögum. Sósíalistaflokkurinn hafði eftir mætti varað þjóðina við þeim banaráðum við framförum hennar, sem afturhalds- flokkarnir brugguðu í samræmi við hagsmuni erlends auð- valds og heildsalaklíkunnar íslenzku. Þjóðin bar ekki gæfu til þess að vara sig á þessum ógæfuflokkum í kosningunum 1946 og 1949. Nú hafa þeir fengið að sýna sig. Þjóðin mun vara sig á þeim næst. 3. Barátta Sósíalistaflokksins gegn útlendu arðráni á Islendingum. Sósíalistaflokkurinn hefur á síðasta áratug hvað eftir annað getað sýnt árangur af þeirri tvíþættu stefnu sinni: 1) að hrinda arðráninu af alþýðu manna, og 2) að draga úr arðráni útlendra auðhringa á íslenzku þjóðinni. Kaup'hækkanir verkalýðssamtakanna 1942, þegar gerð- ardómslögunum var hrundið, bættu ekki aðeins lífskjör íslenzka verkalýðsins á kostnað innlenda auðvaldsins, held- ur bættu þær og stórum aðstöðu íslenzku þjóðarinnar sem heildar gagnvart erlenda auðvaldinu og urðu beinlínis einn höfuðþáttur í myndun þeirra inneigna, sem ísland átti í stríðslokin. (Sbr. um þetta grein mína „Eigum við að kalla fátæktina yfir okkur aftur, Islendingar?“ í Rétti 33. árg. 1949, aðallega bls. 161—163). Sósíalistaflokknum tókst með þátttöku sinni í ríkis- stjórn 1944—1947 að hindra lækkun á fiskverðinu og knýja fram verðhækkun á afurðum okkar. Brezka auðvaldið heimtaði lækkun á öllum íslenzkum vörum um áramótin

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.