Réttur - 01.01.1950, Síða 44
44
RÉTTUR
\
1944—’45. Islenzka afturhaldið tók undir þá verðlækkun-
arkröfu. Brezku einokunarhringarnir (einkum Unilever)
ætlaði að koma okkur strax í gömlu nýlendubeygjuna.
Brezka stjómin kvaðst þá engan freðfisk kaupa. En vegna
hárðvítugrar baráttu Sósíalistaflokksins gegn verðlækkun
og fyrir verðhækkun tókst að hagnýta ytri aðstæ'ðurnar til
að brjóta þessa arðránstilraun engilsaxneska einokunar-
valdsins á bak aftur. Verzlunarsamböndin, sem opnuð vom
í Austurveg, vom eitt höfuðskilyrðið til þess. (Sbr. Rétt
1948, aðall. bls. 192—200 og 241—244). Markaðsfrelsið,
óskorðaður réttur Islendinga til þess að kaupa og selja vör-
ur sínar, hvar sem þeir gátu, var grundvöllur þess að
þetta var hægt.
4. Barátta Sósíalistaflokksins fyrir því að tryggja fulla
framleiðslu og sölu alls, sem framleitt væri.
Það hlaut að vera rökrétt afleiðing af baráttu Sósíal-
istaflokksins fyrir fullri atvinnu að tryggja að framleiðslu-
möguleikar þjóðarinnar væm hagnýttir eins og auðlindir
hennar og framleiðslutækni leyfði og að tryggja markaði
fyrir þessar afurðir.
Fiskábyrgðarlögin, sem Sósíalistaflokkurinn uppruna-
lega barðist einn fyrir 1946, voru eitthvert stærsta sporið,
sem stigið hafði verið til þess að tryggja öryggi útgerðar-
innar.
Það, sem þurfti að fylgja á eftir, voru heildarsamningar,
helzt til margra ára, um sölu fiskjarins erlendis. Möguleikar
á slíkum samningum voru fyrst og fremst í alþýðuríkjun-
um, sem hafa áætlunarbúskap, og geta því gert samninga
til margra ára og hagað eigin framleiðslu eftir því. Hins-
vegar er erfitt að fá slíka samninga til lengri tíma við
auðvaldslöndin.
Sósíalistaflokkurinn lagði höfuðáherzlu á að slíkir samn-
ingar væru gerðir í tillögum sínum um stjórnarsamstarf