Réttur


Réttur - 01.01.1950, Side 45

Réttur - 01.01.1950, Side 45
6. nóv. 1946. En afturhaldið óttast slíka samninga og hefur þvá tekizt að hindra að þeir væru gerðir. Nú munu ýmsir þeir, sem þekkja kreppu auðvaldsskipú- lagsins, markaðsvandræði þess og verðsveiflur spyrja: Er nokkur möguleiki fyrir borgaralegt þjóðfélag á Islandi að komast hjá þessum fylgjum auðvaldsskipulagsins ? Því verður að svara á þessa leið: Það væri ekki hægt fyrir Island að komast hjá slíkum kreppum, ef alstaðar í heiminum væri einvörðungu auðvaldsskipulag, en af því þriðjungur mannkynsins er nú að koma á hjá sér sósíal- isma og Sovétríkin komin langt á þeirri þróunarbraut, þá er hægt fyrir land eins og Island að skapa sér allmikið afkomuöryggi með víðtækum verzlunarsamningum við slík ríki. Þetta væri heldur ekki hægt á íslandi, á meðan al- þýðan ekki ræður þar, — nema með samkomulagi við ein- hverja úr ráðandi stéttunum, sem settu hag sinn og íslands ofar en 'hag einokunarauðvaldsins útlenda og innlendra leppa þess, m. ö. orðum: mætu meira hag íslenzkra borg- ara en alþjóðlegs auðvalds. ★ Ég hef nú rifjað upp höfuðatriðin í baráttu Sósíalista- flokksins á undanförnum áratug fyrir efnahagslegu öryggi íslendinga. Og það er vert fyrir hvern þann, sem vill skilja til hlítar orsakirnar að betri efnahagslegri afkomu þjóðar vorrar á þessum áratug, að láta ekki talið um stríðsgróðann villa sér sýn. Það að Islendingar höfðu góða afkomu á þeim áratug, stafaði af eftirfarandi atriðum: 1) Allir Islendingar höfðu vinnu meirihluta áratugsins. 2) Alþýðan gat knúð fram meira í sinn hlut en áður og dregið þannig nokkuð úr arðráni erlendra yfirstétta á þjóð- inni. 3) Allt var seljanlegt, sem ísland framleiddi. Hitt er rétt að stríðið og afleiðingar þess skópu mikið af þeim aðstæðum, sem gerðu þetta mögulegt. En allt þetta:

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.