Réttur


Réttur - 01.01.1950, Qupperneq 52

Réttur - 01.01.1950, Qupperneq 52
52 RÉTTUR þeirra stórstígu framfara í átt til stóriðju á Islandi, sem var næsta skrefið, sem þjóðin þurfti að stíga á eftir þeirri nýsköpun sjávarútvegsins, sem hafin var 1944—’47. Is- land á aftur að verða nýlenda — fátæk, hráefnanýlenda engilsaxneska (þ. e. enska og ameríska) auðvaldsins. Það dugði ekki að segja íslenzku þjóðinni að þetta væri inntak Marshallstefnunnar, þegar Marshallsamningarnir voru gerðir 1947—’48. Það var enn allt of mikill stórhugur í þjóð vorri eftir nýsköpunarátakið mikla, til þess að hún hefði látið bjóða sér eymdar- og niðurlægingarboðskapinn á ný. Marshallflokkarnir urðu að blekkja hana. Þeir gerðu það með því að segja henni haustið 1948 að einmitt samkvæmt Marshalláætluninni ætti að halda áfram nýsköpun atvinnu- lífsins og það með risaskrefum. Það var lögð fyrir Alþingi af hálfu ríkisstjórnarinnar áætlun, sem forsætisráðherr- ann kallaði „risaáætlun". Meðal þess, sem skyldi nú komast upp á hinum 4 árum Marshalláætlunarinnar (fyrir mitt ár 1952) var þá eftirfarandi: 1. 10 nýir togarar keyptir. 2. Lýsishersluverksmiðja ríkisins reist. 3. Áburðarverksmiðja reist. 4. Sementsverksmiðja reist. Fleiri stórvirki skyldi vinna, en afdrif þessara eru þegar táknræn: ,,Rentukammerið“ í Bandáríkjunum neitaði íslenzku „ríkisstjórninni“ um að lofa henni að byggja 10 nýju tog- arana fyrir Marshallfé. Hún varð að fá lán í Englandi. Og nú eru í gangi voldug öfl að tjaldabaki, til þess að knýja Islendinga til þess að selja þessa togara, sem keyptir eru í trássi við Bandaríkjastjórn og „rentukammer“ hennar. Lýsisherzluverksmiðja ríkisins lenti á bannlista engil- saxneska auðvaldsins. Unilever-hringurinn vill ekki að ís- lendingar geti óháð sér selt hert síldarlýsi hvert sem er.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.